Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 28
26
BÚFRÆÐINGURINN
og er þá búið að herfa tvær umferðir um flagið, sem krossskera hvor
aðra. Ef flagið er helniingi lengra en það er breitt, er fyrsta línan lögð
úr einu horninu í miðjan gagnstæðan jaðar flagsins og svo þaðan í hitt
hornið sama megin og byrjað var. Þessari línu er svo fylgt á sama hátt
og áður og endað í gagnstæðum hornum á línum, er liggja í miðjan
jaðar flagsins þeim megin, sem byrjað var. Þannig má, þegar umferðin
hefst, skipta flaginu niður með skálínum í jafnmarga hluta og flagið
er mörgum sinnum lengra en það er breitt.
Auðvelt er að krossherfa með hestum, en ef til vill dálítið örðugra,
þegar herfað er með dráttarvél, er
þarf nokkurt svigrúm til að snúa, en
aðalatriðið er að haga herfingunni
þannig, að flagið allt skerist langs og
þvers, og herfa eftir ákveðinni reglu,
en fella ekki úr parta. Komi í Ijós, þeg-
ar sumt af flaginu er nægilega herfað,
að einhverjir hlutar þess eru ekki full-
unnir, má að lokum herfa þá bletti
sérstaklega.
Þegar herfing flagsins með diska-
5. mynd. Krossherfing í jafnhliSa flagi. herfinu er vel á veg komin, er ágætt
að fara um það með fjaðraherfi og
róta til því, sem diskaherfið er búið að saxa, jafna mishæðir og losa
yfirborðið, svo að diskarnir geti vaðið dýpra og náð til þess af plóg-
strengjunum, sem enn er ekki að fullu unnið. Þannig má skiptast á með
fjaðraherfi og diskaherfi tvisvar eða oftar eftir því, hve seinunnið
flagið er.
Þegar flagið má heita fullunnið, er ágætt að fara um það með slóða,
grind úr tveimur gildum trjám, sem tengd eru saman með eins til hálfs
annars m löngum þvertrjám, sem negld eru ofan á aðaltrén. Drátturinn
kemur þvert á aðaltrén, og er æskilegt, að sá kantur þeirra, sem veit
frain og niður, sé skarpur, helzt járnvarinn. Slóðinn er dreginn um
flagið til þess að mylja yfirborð þess og jafna. Hann skefur ofan af
gúlunum, en skilur moldina eftir i lægðunum. Til þess að slóðinn jafni
vel, þarf yfirborðið að vera laust og sæmilega vel mulið. Golt er að
hafa pall á slóðanum, svo að hægt sé að þyngja hann, ef með þarf.
Svipuðum árangri má auðvitað ná með léttri ýtu eða veghefilstönn,