Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 11
BÚFRÆÐINGURINN
9
orsök þýfisins. Þá ræðir hann um nauðsyn þess að yngja slétturnar við
og við.
Ennfremur víkur Guðmundur nokkuð að nýrri ræktunaraðferð, er
hann nefnir „flagsléttu“, og vill helzt láta nota hana þar, sem grasrót er
léleg, en hún er í því fólgin að plægja landið og vinna með grasrót, en
láta það síðan annað tveggja gróa upp af sjálfu sér eða hjálpa endur-
græðslunni með ísáningu grasfræs. Segist hann hafa reynslu fyrir því,
að sléttur þessar séu lítið seinna fullgrónar en þaksléttur. Þó er aðferð
hans við ræktunina ekki vel til þess fallin að varðveita gróðurinn, því
að hann vill feyja grasrótina sem bezt og tví- til þríplægja, svo að hæfi-
lega há beð fáist, en síðan vill hann örva endurgræðsluna með hentug-
um áburði og moðsalla, sé eigi völ á fræi. Annars vill hann nota hafra,
bygg og flækju, helzt í blöndu, og sá fjölærum tegundum bæði af
flækju og grastegundum, helzt innlendum.
Sveinn Sveinsson búfræðingur lýsir, í skýrslu sinni til Búnaðarjélags
Suðuramtsins 1877, sléltu af þessari gerð, fjögurra ára gamalli, er hann
sa á Leirá í Borgarfirði, og annarri þriggja ára, og voru háðar að mestu
fullgrónar.
Arið 1880 skrifar Guðmundur prófastur Einarsson á Breiðabólstað
Um túnrœkt í Tímarit Bókmenntafélagsins og lýsir mismunandi að-
ferðum við þaksléttur, sem eru þó ekki mjög ólíkar. Auk þeirra minnist
hann lítillega á flagsléttuaðferðina og telur hana geta heppnazt vel í
vel grónum túnum, en í útskæklum og lélegri jarðvegi taki endurgræðsl-
an alltaf langan tíma.
Þrátt fyrir þetta mun mega telja þaksléttuna einráða sem ræktunar-
aðferð liér fram yfir aldamót. En 1902 ritar Björn Jensson, kennari í
Reykjavík, grein í ísajold, 64. og 65. tölublað, er hann nefnir „Undir-
staða búnaðarjramjara“, og vakti hún talsverða hreyfingu. Deilir hann
þar á þaksléttuaðferðina og telur hana enga jarðabót, seinvirka og
óhagkvæma fyrir veðrun jarðvegsins og efnabreytingar. Vill Björn láta
plægja túnin með grasrótinni á nokkurra ára fresti, rækta í flögunum
hafra og rófur í tvö eða fleiri ár og sá síðan í þau grasfræi.
Um þessar kenningar urðu mjög skiptar skoðanir og talsverð hreyf-
mg. 1 Búnaðarjélagi íslands var haldinn umræðufundur um málið, og
þjóðkunnir menn riluðu greinar bæði með og móti. Höfuðgagnrökin
voru: 1. Þakslétturnar liöfðu reynzt vel og voru arðvænlegar. 2. Reynsl-