Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 12
10
BÚFRÆÐINGURINN
an hafði sýnt, að vel ræktuð tún skiluðu góðri uppskeru í áratugi án
þess, að við þeim væri rótað. 3. Skortur á verkfærum og kunnáttu gerði
bændum ókleift að hafa stöðugt nokkrar dagsláttur af landi undir plógi.
4. Engin reynsla var enn fengin um sáningu grasfræs og öflun innlends
grasfræs óframkvæmanleg, en ólíklegt, að erlent grasfræ kæmi hér að
notum. Þó voru allir sammála um tvennt: Plægingarkunnáttu þurfti að
auka, og frægresisrækt varð að byggjast á öflun innlends grasfræs.
Um og eftir aldamótin 1900 risu upp gróðrarstöðvarnar í Reykjavík
og á Akureyri, og meðal aðalviðfangsefna þeirra voru tilraunir með
sáningu erlends grasfræs og tilbúins áburðar. Reyndist fræið allmis-
jafnt, en þó ef til vill betur en þeir, er að þessum tilraunum stóðu, gerðu
sér þá grein fyrir. Reynsla bænda af grasfræsáningu mun á þessum ár-
um yfirleitt hafa verið slæm, og olli því margt: vankunnálta í frævali,
áburðarskortur, skakkur undirbúningur og hirðing. Meðal annars var
krafizt allt of mikils undirbúnings og forræktunar, að erlendri fyrir-
mynd, er gerði sáðgresisræktina of umstangssama og margbrotna.
Af þessu leiddi, að hreyfing sú, er tillögur Björns Jenssonar vöktu,
hjaðnaði fljótt niður, þaksléttuaðferðin hélt algerlega velli, og auk þess
fékk sáðsléttan öflugan keppinaut þar, sem græðisléttan var, er tók nú
að ryðja sér lil rúms, eftir að séra Eggert Pálsson á Breiðabólstað hóf
að slétta tún á þennan hátt um 1904. Það háði þó græðisléttunni mikið,
að hún var lengi mest notuð í úthaga, en ekki í gömlu túnunum, og auk
þess skortur á nógu öflugum áhöldum til að fullvinna jörðina á nógu
skömmum tíma. Hins vegar naut hún þess, hve einföld hún var og að
hún byggðist á varðveizlu hins imdenda gróðurs.
Frá þeim tíma, er nýræktaraðferðirnar eru orðnar þrjár, sem keppa
um völdin, og fram að fyrri heimsstyrjöldinni, 1914—1918, skiptist
ræktunarlandið í stórum dráttum þannig á milli þeirra: Þaksléttan
hefur einræði í túnunum. Græðisléttan nemur land í frjóustu valllendis-
móunurn og framræstum hálfdeigjumýrum, þar sem nóg var af heil-
grösum til sjálfgræðslu, en sáðsléttan er flæmd út á gróðursnauðasta
og magrasta landið, melana og flagmóana. Þegar svo hér við bætist,. að
á stríðsárunum var nothæft grasfræ illfáanlegt, þarf engan að undra,
þótt samkeppnin yrði sáðsléttunum örðug.
Hvorki menntastofnanir bænda eða ráðunautar treystu sér til á þess-
um árum að leggja sáðsléttunni lið. Og þegar vinnsla með mikilvirkum
vélum hefst hér með þálnaböjiunum, er það eitt meðal annars talið