Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 72
70
BÚFRÆÐINGURINN
með hvítsmára og svo blanda með örjáum, tiltölulega skammœjum,
en vaxtarmiklum tegundum fyrir fárra ára graslendi. Þessar fræblöndur
geta verið þannig samsettar:
Fyrir varanlegt graslendi Fyrir fárra ára graslendi
Smáralaus: Með hvítsm.:
Iláliðagras 33% 22% Vallarfoxgras 30%
Vallarfoxgras 33% 22% Axhnoffapuntur .... 12%
Sveifgrös 12% 8% Hávingull eða rýgresi 8%
Vinglar 12% 8% Rauffsmári 50%
Língresi 6% 4%
Axhnoðapuntur, hærur .. 4% 3%
Hvítsmári 33%
Samtals 100% 100% 100%
Takmarkið á auðvitað að vera að rækta belgjurtir með grastegund-
unum í öllu okkar ræktaða graslendi. En því miður skortir enn mikið
á, að við höfum aflað okkur nægrar reynslu og þekkingar um með-
ferð þeirra og ræktun, og verður því vafalaust enn um hríð að gera
ráð fyrir, að mikið af nýræklun okkar verði að vera án belgjurtanna.
Allir, sem við nýrækt fást, ættu þó að gera sér grein fyrir, hver ávinn-
ingur það er að rækta belgjurtir í grassléttunum, og skulu því raktar
nokkrar tilraunaniðurstöður, er sýna þetta.
A töflu XIII eru niðurstöður af tilraunum með mismunandi sáðmagn
af hvítsmára. Fyrri tilraunin er gerð í tilraunastöðinni á Akureyri, sú
síðari á Sámsstöðum.
I tilrauninni á Akureyri gefur smárinn mikinn vaxtarauka öll árin,
sem tilraunin stendur yfir, eða 16—19 heyhesta að meðaltali af lia
árlega. Fyrstu árin gefur mesta smárasáðmagnið mestan vaxtarauka,
en síðari árin er þessi munur horfinn. Þetta má þakka því, að tilrauna-
reitirnir voru alltaf slegnir snemma og köfnunarefnisáburður notaður
mjög í liófi, svo að skilyrði smárans til að breiðast út voru hagstæð.
í Sámsstaðatilrauninni hefur smárinn gefið mjög álitlegan vaxtar-
auka fyrsta árið, en síðan ekki teljandi nema í þeim liðnum, þar sem
notað var mest sáðmagn af smára. Ef til vill hefur smárinn dáið út
vegna þess, að of seint hefur verið slegið.
Oft hefur verið mældur meiri vaxtarauki fyrir smárann en fengizt
hefur í tilraununum á töflu XIII. Þannig gaf tilraun í tilraunastöðinni