Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 64
62
BÚFRÆÐINGURINN
líka tafið fyrir vexti arfans í sáðsléttunum, og er hvort tveggja mikils
virði. Sandþakning eða blöndun verður að framkvæma áður en sáð er.
Það er ekki aðeins í mýrajarðvegi, sem jarðblöndun getur komið
til greina, heldur einnig í mela- og sandjarðvegi, en þar mundi sér-
staklega þörf á mold (þ. e. lífrænum jarðvegi) og leir til íblöndunar.
Mold- og leirblör.dun mundi auka efnatökuafl þessa jarðvegs og vinna
á móti ofjrornun, sem viða veldur mestum erfiðleikum við ræktun hans.
Enginn vafi er á Jrví, að jarðvegsblöndun er oft framkvæmanleg hér
við nýrækt, Jrví að nothæf jarðefni eru mjög oft nærtæk. Hins vegar
hefur hún ætíð svo mikinn aukakostnað í för með sér, að róða verður
fró að gera mikið að henni að óreyndu, meðan engar tilraunir eru til
innanlands, sem hægt er að styðjast við.
11. Grasfræ og sáðblöndur.
Framtíðargengi sáðsléttunnar og ógæti umfram aðrar ræktunar-
aðferðir vellur að verulegu leyti á eiginleikum þeirra gróðurtegunda,
sem okkur tekst að rækta í sléttunum. Það veltur því ekki á litlu, að
þær séu valdar af alúð og kunnáttu. Varla getur heitið, að við getum
í þessum efnum byggt neitt á innlendu fræi eða jurtakynbótum, heldur
verðum við að kaupa allt fræ í sáðsléttur okkar frá útlöndum, og gerir
])að vandann eigi minni. Áður en við snúum okkur að ])ví að ræða
legundaval og sáðblöndur, er rétt að gera sér dálitla grein fyrir þeim
almennu«kröfum, er gera verður til sáðfræsins.
Uppruni. Það hefur lengi verið lögð mikil áherzla á ])að að fá fræ
af norðlægum uppruna, því að almennt er talið, að það fræ sé harð-
gert og henti veðráttu okkar. Þetta er sjálfsagt rétt í meginatriðum. En
])ó mun svigrúmið í þessum efnum drjúgum meira en margir hyggja.
Það, sem harka gróðurtegundanna verður fyrst og fremst að miðast
við, er, hversu vel þær þoli mikinn vetrarkulda. En segja má með vissu,
að vetur okkar séu yfirleitt til muna frostvægari en gerist og gengur
um mestalla Vestur- og Norður-Evrópu. Enn fremur eru jurtakynbæt-
ur nútímans svo vel á veg komnar, að oft er hægt að velja um stofna,
sem aldir hafa verið upp með ákveðna eiginleika fyrir augum og breyt-
ast ekki, þótt fræ sé ræktað af þeim við ólík veðráttuskilyrði. Það er
því miklu fremur stofninn og eiginleikar hans en fræræktarstaðurinn,
sem mest ó ríður.