Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 68
66
BÚFRÆÐINGURINN
mest eftir erlendum fyrirmyndum. Tegundafjöldinn var oft mikill og
miklu minni munur á hlutdeild tegundanna í blöndunum en síðar varð.
Þá voru líka hafðar í sáðblöndunum ýmsar tegundir af belgjurtum, er
síðar voru gerðar útlægar að mestu. Tafla XII sýnir allmargar tillögur
um fræblöndur, sem gerðar hafa verið síðan skömmu eftir aldamót, og
sést greinilega, hvernig ákveðnar tegundir ná smátt og smátt yfirhönd í
blöndunum og tegundunum fækkar. Eftir 1930 hafa ekki af ásettu ráði
orðið neinar teljandi breytingar á fræblöndum {^eirn, er aðallega hafa
verið á boðstólum, aðrar en sú, að einstaka sinnum var farið að nota
blöndur með mjög miklu af hvítsmárafræi. Taflan sýnir líka, hvaða
sáðmagn hefur verið notað og hvernig sáðmagnið var smám saman
aukið. Á því hefur orðið mikil breyting í seinni tíð, og verður rætt
um það síðar.
Ekki er ástæða til að fjölyrða um gróðurtegundir þær, sem nú eru
venjulega hafðar í sáðblöndum, en víkja aðeins örfáum orðum að
þeim og helztu eiginleikum þeirra, og skulu þá fyrst taldar hávöxnu
tegundirnar.
Háliðagras (Alopecurus pratensis) er stórvaxið axpuntgras með 1
sluttum jarðstönglum, láréttum. Engin innflutt grastegund hefur reynzt
þolnari en háliðagrasið. Það er ákaflega snemmsprottið og skjótvaxið
og verður gisið og blaðrýrt, ef áburðarskilyrði eru slæm, setur þá
snemma ax og trénar. Af þessum ástæðum telja ýmsir háliðagrasið
lélegt fóðurgras. Sannleikurinn er þó sá, að sé vel borið á og slegið
um það bil, sem háliðagrasið skríður, getur það gefið bæði mikla og
góða uppskeru. í sáðsléttum er háliðagrasið venjulega ríkjandi í fyrra
slætti.
Vallarjoxgras (Phleum pratense) er axpuntgras eins og háliðagrasið
og líkist því nokkuð fljótt á litið, en er ljósgrænna, með uppréttan jarð-
stöngul og blómskipunarleggurinn jafngildur frá enda til enda, líkist
kefli, en dregst saman til endanna á háliðagrasinu. Vallarfoxgrasið er
hávaxið, blaðríkt, nokkuð síðsprotlnara en háliðagrasið, en talið heldur
óþolið, gengur fljótt úr sér og þolir iíla beit, svo sem venja er með
jurtir, er hafa uppréttan jarðstöngul. Reynslan er þó sú, að vallarfox-
grasið getur enzt í sáðsléttum mjög lengi, og eru dæmi til þess, að
mikið sé til af því enn í sáðsléttum, sem eru um 40 ára gamlar. Venju-
lega ber lítið á vallarfoxgrasinu í fyrra slætti, þegar háliðagrasið er
J