Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 111
BÚFRÆÐINGURINN
109
voru færðar. Eftirlitsmennirnir voru sama og ólaunaðir, og fáir lögðu
þá þegnskyldu á sig að hafa nokkurt eftirlit með sjálfu skýrsluhaldi
bændanna. Aldrei hefur það verið sérlega sterk hlið á íslenzkum
bændum að færa skýrslur um störf sín. Skilningur þeirra hefur heldur
aldrei verið mikill á nauðsyn þessa þáttar búskaparins. Enda hefur svo
farið um afurða-, fóður- og ættarskýrslur kúnna.
Bændur innan nautgriparæktarfélaganna áttu samkvæmt reglum
þeirra og samþykktum að vega fóður og mjólk hverrar einstakrar kýr
vikulega. Það mun vera alger undantekning, að bændur utan naut-
griparæktarfélaganna hafi haldið skýrslur. Því miður er nú eftir 40 ára
starf elztu félaganna allt of lítið hægt að byggja á skýrslum þeirra
og raunar miklu minna en efni stóðu til. Arangur af starfi margra fé-
laganna er því sára lítill. Veldur því meðal annars: 1. Skýrslurnar
hafa verið beint og óbeint, viljandi og óviljandi falsaðar. 2. Nauta-
baldið hefur verið meira og minna í molum og oft fálm eitt. 3. Skrá-
setning kálfa og þó sérstaklega foreldra þeirra hefur verið vanrækt.
Skal þetta rökrætt hér nokkru nánar.
1. Skýrsluhaldið.
Bændur voru vanir að mœla heyið í meisum, hnippum og pokum,
e>i vega það ekki. Víða munu því fóðurskýrslurnar vera áætlun ein.
Allir vita um mislyndi íslenzkrar veðráttu og mismun tíðarfarsins um
beyskapartímann. Þurrheyið, sem hefur verið og er aðalfóður kúnna
hér á landi, er því oft mjög misjafnt að raunverulegu fóðurgildi frá
ári til árs. Síldarmjölið, sem er víða aðalkjarnfóðrið, sem nú er notað,
er líka oft misjafnt að gæðum. Þess vegna segir jafnvel kílóatala fóð-
ursins raunverulega allt of lítið um fóðureyðslu kúnna og hvort fóður-
þörf þeirra er fullnægt á hverjum tíma.
Um öryggi og áreiðanleik mjólkurskýrslnanna er sízt betra að segja.
En það atriði er þó, séð frá sjónarmiði nautgriparæktarinnar, enn
þá mikilvægara en hitt, þótt fóðrið sé ekki metið hárnákvæmt. Með
því að vega mjólkina vikulega, einn dag í viku hverri kvölds og inorgna,
íást nokkurn veginn öruggar tölur um magn mjólkurinnar. — Þegar
þess er gætt, að skekkjurnar, sem kunna að vera á mjólkurmælingunni,
margfaldast sjö sinnum, er augljós nauðsyn þess, að þær tölur, sem
lagðar eru til grundvallar, þ. e. hinar vikulegu mælingar, séu réttar.
bví miður er það svo, að þær skýrslur um nythæð kúnna, sem nú eru