Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 123
BÚFRÆÐINGURINN
121
Rauður lækkar nokkuð fituna, en af ýmsum ástæðum er ekki að
treysta nákvæmni fitumælinganna. Ekki er að efa, að eiginleika til
hárrar mjólkurnytjar hafa erfzt frá Rauð til dætra hans. Hann lítur
út fyrir að vera fremur kynfastur, einnig með tillili lil líkamsbygg-
ingar. Dætur hans eru flestar illa vaxnar, einkanlega með tortumynd-
aðar og ljótar malir. Undan Rauð er boli, sem nú er notaður á Hvann-
eyri, og undan Freyju nr. 130 úr Briems fjósi, er síðar verður getið.
Hann heitir Hjálmur.
lsbjörn.
Arið 1937 var keyptur að Hvanneyri boli, sem var fæddur 4. ág.
1936. Hann var undan Bröndu á Seljalandshúinu á Isafirði (ættaðri
frá Staðarfelli í Dölum) og Gretti frá Litla-Hrauni í Eyjafirði. Branda
var talin mjög góð kýr, og sagt er, að hún hafi mjólkað nokkur ár
4000—5000 kg á ári. Boli þessi var nefndur Isbjörn (hafði áður ver-
ið skírður Brandur).
Ishjörn var stór og vel vaxinn, þó fremur langur, en hafði eftir því,
sem gerist um íslenzka nautgripi, beinan og sterkan hrygg. ísbjörn var
notaður hér allmikið í 6 ár. Undan honum eru nokkrar kýr hér, yfir-
leitt sæmilcgar mjólkurkýr. Þær eru einnig vel byggðar og betur en
almennt gerist um íslenzkar kýr.
Enn þá eru dætur ísbjarnar svo ungar, að þær verða ekki bornar
saman við mæður þeirra nú. Ekki lítur út fyrir, að dætur hans ætli að
taka mæðrum sínum neitt fram. Sumar eru nytlægri en beztu mæð-
urnar, enda eru þær sumar nytháar, t. d. Sonja úr Briems fjósi og
dætur Rauðs. Ég hygg, að ísbjörn hafi ekki verið kynfastur, hvað
nijólkureiginleika snertir. Enda þótt telja mætti Ishjörn sæmilega góð-
an bola, virtist ekki ástæða til að nota hann til skyldleikaræktar, t. d.
handa dætrum sínum.
XI
Vorið og sumarið 1937 var slátrað 10—12 lökustu kúnum. Þær
voru næstum því allar undan Högna. Um haustið voru keyptar 10 kýr
ur svonefndu Briemsfjósi í lleykjavík. Kúabú þetta átti þá Lárus F.
Björnsson í Reykjavík. Það var stofnsett af Sturlu-bræðrunr í Reykja-
vík, og höfðu þeir rekið húið um nokkurra ára skeið. Þeir höfðu
keypt úrvalskýr víða að, og rnátti því búast við, að þarna væri eitt-
hvað af góðum kúm. Víst var um sumar þeirra, að þær voru mjög