Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 169
BÚFRÆÐINGURINN
167
fengu bændur hér í hrepp t. d. yfir 80.000 kr. í jarðabótastyrk. ViS
hér í Ártúni notuðum grasfræ fra Klemens á Sámsstöðum vorið 1945.
Sáðum við því í 1 ha af óforræktuðu landi fyrstu dagana í júní, slóg-
um sléttuna um miðjan september og fengum 16—18 hestburði af
góðu heyi. Sumarið 1946 slógum við sléttuna tvisvar og fengum af
henni yfir 40 hestburði, hraktist þó fyrri slátturinn talsvert. Tel ég
þessa sléttu hafa gefið betri raun en eldri sléttur sambærilegar.
Hér í hrepp hafa verið byggð 9 íbúðarhús á síðastliðnum 3 árum,
en auk þess mikið af hlööum og verkfærageymslum og allmörg fjós
og áburðargeymslur. Við alla steypuvinnu nota menn hræritunnu,
sem snúa má með hesti. Er að því mikill léttir og vinnusparnaöur.
Hér hefur borið allmikið á bráöadauða í kúm. Eru menn farnir
að reyna að fyrirbyggja slíkt með kalkgjöf.
Mér finnst, að sumir aí skriffinnum okkar geri of mikið úr fáfræði
og afturhaldssemi l>ænda, því að bezt gæti ég trúað því, að þeir væru
sú stéttin, sem mestan hug hefur á að notfæra sér nýjungarnar. Og
skyldi ekki margur bóndinn vera eins vel heima í starfsgrein sinni og
sumir af okkar hálaunuðu iðnaðarmönnum og gervismiðum?
Margir bændur hér hafa keypt Farmall A-dráttarvélar, og þykja
þær hvarvetna hið mesta búmannsþing. Eg hef notaö Farmall A við
margs konar störf: flutninga, vallarávinnslu, heyskap og jarðvinnslu,
og hefur hún reynzt vel. Séu notaðar keðjur á þær, má nota þær til
jarðvinnslu á greiðfæru landi, en alltaf verður þó plægingin erfið.
Við slátt má afkasta a. m. k. helmingi meira verki en með venjulegri
hestasláttuvél.
Flestir draga bólstrana heim af túnum sínum og hafa útbúnað til
þess að geta dregið þá beint inn í hlöðu eða upp í heyið. Þar, sem
flytja þarf hey eftir vegum, hafa menn lóga heyvagna, sem hægt er
að draga bólstrana upp á.
Magnús Árnason, járnsmiður á Akureyri, hefur smíðaö ýtu á
Farmall-vélar. Er talið, að þær séu þægilegar við jöfnun í flögum og
með þeim megi flýta fyrir að hreyta úr búfjáráburði með því að flytja
hluta úr hlössunum til með ýtunum. Auðvelt ætti líka að vera að festa
grind framan ó ýturnar og nota við samantöku á heyi. Mikil þörf
væri á að fó aftan í vélarnar hentugar mykjukerrur, sem hægt væri að
lyfta með. svipuðum liætti og plógnum og ýtunni og opna þær um
leið.“