Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 175
BÚFRÆÐINGURINN
173
inn 1945—1946 kenndi hann söng og fagurfræði, en veturinn 1946—
1947 söng, fagurfræði og íslenzku.
Nemendur. Veturinn 1944—1945 voru nemendur alls 58 að tölu, 28
í eldri deild og 30 í yngri deild. Veturinn 1945—1946 voru tilsvarandi
tölur 54, 29 og 25, og veturinn 1946—1947 voru alls í skólanum 44
nemendur, 27 í eldri deild og 17 í yngri deild. Þennan vetur (1946—47)
voru hér nemendur úr öllurn sýslum landsins nema Snæfellsnessýslu,
V.-ísáfjarðarsýslu og Au.-Skaftafellssýslu. Flestir voru úr S.-Þing-
Heyhleðsluvél á Hvanneyri 1946.
eyjarsýslu, 8, og Au.-Húnavatnssýslu, 4. Úr Barðastrandarsýslu, Eyja-
fjarðarsýslu, S.-Múlasýslu, V.-Skaftafellssýslu og Gullbringu- og Kjós-
arsýslu 3, úr Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Dalasýslu, Strandasýslu
og N,-Múlasýslu 2, úr N.-ísafjarðarsýslu, V.-Húnavatnssýslu, Skaga-
fjarðarsýslu, N.-Þingeyjarsýslu, Rangárvallasýslu og Arnessýslu 1 og
frá Færeyjum 1 nemandi.
Veturna 1944.—1945 og 1945—1946 seldi skólabúið nemendum
fæði. Kostaði það fyrri veturinn kr. 10.00 á dag, en síðari veturinn
kr. 11.00 á dag. Hauslið 1946 stofnuðu skólapiltar matarfélag. Er al-
menn ánægja í vetur með starfsemi þess. Matarstjórar eru Gunnar
Halldórsson frá Skeggjastöðum og Jón Guðmundsson frá Hvítárbakka.
Ráðskonur liafa verið Nikólína Runólfsdóttir og Sigríður Þórarins-
dóttir.
Félagsskapur veturinn 1945—1946. 1 málfundafélagi skólans, Fram,
voru alls haldnir 9 fundir. Til máls tóku 31 nemandi, þar af 10 úr
yngri deild. 9 nemendur töluðu á 5 fundum eða fleiri, þar af 2 úr yngri
deild. Kvásir kom út 9 sinnum með 28 greinum (ekkert kvæði). í mál-
fundafélagi eldri deildar, Eflingu, voru alls haldnir 5 fundir. 22 nem-