Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 94
92
BÚFRÆÐINGURINN
þó 40 kg á ha á einn liðinn. Þessar aðferSir voru reyndar viS sáning-
una: 1. valtaS, 2. herfaS meS illgresisherfi og valtaS, 3. herfaS meS
illgresisherfi, dreift dálítilli fínni mold, svo sem 20 m3 á ha og valtaS,
4. sama aSferS og viS 2, en helmingi meira sáSmagn. Lakastur varS
árangurinn þar, sem einungis var valtaS, en áþekkur á hinum liSunum,
þó einna beztur þar, sem moldinni var dreift og tvöfalda sáSmagniS
notaS. Sléttan, sem sáS var í, var nokkurra ára gömul sáSsIétta meS
tiltölulega þétta og harSa rót. Tilraunin sýnir, aS þrátt fyrir þetta hefur
sáning smárafræsins heppnazt ágætlega, því aS vaxtaraukinn er ein-
vörSungu honum aS þakka. Uppskeran 1938, sáningaráriS, sýnir, aS
liSirnir voru mjög jafnir. ÞaS sumar var vitanlega sama og einskis
árangurs aS vænta af smárasáningunni.
Vafalaust mætli nota þessa aSférS viS fleiri túnjurtir en smára, t. d.
vallarfoxgras, sem hefur smált og þungt fræ, og endurvekja þaS þannig
í sléttunum, þegar þaS fer aS ganga til þurrSar. Líka má nota þessa
aSferS viS græSisléttur og breyta þeim þannig aS nokkru í sáSsléttur.
ÞaS er mjög athugunarvert, hvort ekki getur veriS hyggilegt aS nota
þessa aSferS, þegar ástæSa er til aS óttast arfa í sáSsléttunum: sá þá
smárafræinu fyrst á öSru eSa þriSja ári, þegar arfanum hefur veriS eytt
meS tröllamjöli eSa slætti. Rót sáSsléttnanna er ennþá svo opin, aS auS-
velt er aS fá fræiS til aS spíra. Þó verSur auSvitaS aS hafa góSa gát á
því, aS grasiS, sem oft sprettur ört og mikiS á nýjum sáSsléttum, kæfi
ekki smárann.
Kalskennndir eru algengar á ræktuSu landi, ekki sízt á nýræktum,
sem oft eru gerSar á flatara landi en gömlu túnin, svo aS hættara er
á, aS vatn standi þar uppi eSa seytli um þær síSari hluta vetrar, þegar
hjarn er aS leysa. Þetta vatn frýs þá ýmist eSa þiSnar, en viS þaS slitna
rætur jurtanna og jarSstönglar, svo aS þær losna, skrælna og deyja,
þegar jörSin þornar (svellkal). Holklaki getur verkaS á líkan hátt, en
á honum er oft nokkur hætla í nýunnum jarSvegi, þar sem grasrótin er
ennþá ósamfelld (klakakal). Fleiri orsakir geta veriS aS kali. Ef vetr-
arfrost stígur mjög hátt, getur kuldinn orSiS meiri en sumar jurtir
þola mestan, svo aS þær deyja. Þetta kal lýsir sér venjulega þannig,
aS ákvéSnar gróSurtegundir hverfa aS meslu á stóruin svæSum (frost-
kal). Loks geta jurtirnar rotnaS eSa kafnaS, ef þær liggja lengi undir
gaddi og klaka (rotkal). KaliS, sem orsakast af krapi og vatnsrennsli
á yfirborSinu, er langalgengast. ASur hefur veriS um þaS rætt, hvaS
J