Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 23
BÚFRÆÐINGURINN
21
2. mynd. Plógur (Liens).
þá með feiti, ef eitthvað líður á milli þess, að plógurinn er notaður.
Bitlaus og ryðgaður plógur vinnur illa og er þungur í drætti.
Þá ríður á, að plógurinn sé rétt stilltur. Hnífurinn eða hjólið er fest
þannig á ás plógsins, að stefna blaðsins eða lína, sem dregin er frá
festingunni niður gegnum öxul hjólsins, horfi skáhallt fram og niður á
odd skerans, og er dálítið hil milli þess og skeraoddsins, er getur verið
mismunandi eftir því, hve djúpt er plægt eða hve seigur jarðvegurinn er
(venjul. um 5 cmj.Þess verður líka aðgæta, að hnífurinn eða hjóliðhorfi
eins og landsíðan, stefni hvorki innar eða utar. Enn fremur þarf að stilla
plóginn þannig, að hann skeri hæfilega þykkan og breiðan streng. Al-
nienna reglu er ekki hægt að gefa um þetta, því að kröfurnar geta verið
nokkuð mismunandi, sérstaklega um það, hve djúpt er plægt. En sem meg-
inreglu má nefna, að plógstrengurinn skuli vera þriðjungi til helmingi
breiðari en hann er þykkur til þess að velta vel, og dálítið breiðari
(um 5 cm) en skerinn ristir, því að þótt skerinn risti ekki alveg undir
strenginn, rifnar hann greiðlega upp, um leið og hann veltur, en þessi
óskorná rönd varnar því, að strengurinn ýtist til hliðar án þess að velta.
Ef plægt er í unnum jarðvegi, kemur þetta vitanlega ekki til greina. Þá
má ekki plægja öllu breiðara en skerabreiddin er. Þegar plægt er í þýfi,
þar sem plógurinn veður úr einni þúfunni í aðra, án þess að um sam-
felldan plógstreng sé að ræða, vill eðlilega bregða út af þessu, en engu
að síður er áríðandi, að plógurinn sé rétt stilltur til breiddar og dýptar,
svo að hvorki þurfi að beita orku til þess að hindra, að plógurinn skeri