Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 10
8
BÚFRÆÐINGURINN
að slétta árlega sex íerfaðma í túni fyrir sig og jafnmikið fyrir hvern
verkfæran karlmann, er hann hefur til verka; og er verðlaunum heitið
fyrir það, er umfram yrði, en viðurlögum, ef á skorti. Sagt er og fyrir
um, liversu þetta skuli gerast. Þúfurnar átti að pæla sundur í ferhyrnd-
um hnausum, moldina skyldi pæla necfan úr þeim og upp úr þúfnastæð-
unum, en síðan fella grasrótina þar niður aftur. Moldina, er afgangs
varð, álti að nota eins og áburð á túnin.
Þessi sléllunaraðferð, sem er upphaf þaksléttunnar, virðist varla hafa
verið mikið kunn hér eða noluð fyrir daga tilskipunarinnar, því að
Björn Halldórsson telur hana í Atla, sem út kom 1780, með nýjungum
í ræktun.
Margt var þá verkfærra manna víða á heimilum í sveitum, svo að
skyldukvöð þessi hefði átt að geta áorkað nokkru, og svo voru verð-
launin fyrir umframræktun mjög sómasamleg. Þó mun tilskipuninni
hafa verið illa framfylgt og hún ekki áorkað miklu. Ollu því vafalaust
að einhverju Móðuharðindin og þær hörmungar, sem þeim fylgdu.
Framan af 19. öldinni eru framfarirnar litlar í ræktunarmálunum. í
Ármanni á Alþingi um 1830 er rætt um sléttun túnþýfis, og er sú að-
ferð, sem þar er lýst, að því leyti frábrugðin tilskipunaraðferðinni, að
rist er ofan af, jafnt þúfum sem lægðum, með ljá og þökurnar lagðar
til hliðar, meðan bletturinn er pældur. Þessi aðferð við ræktunina mun
svo hafa haldizt lítið breytt fram yfir 1870, því að þótt bent sé mjög
röggsamlega á nýjar leiðir, meðal annars á sáningu grasfræs og smára
í Nýjum /élagsritum 1849, mun það engu hafa um þokað.
Milli 1870—’80 bólar á nýrri túnræktaraðferð, grœðislétlunni, sem
þá er nefnd jlagslétta. Þetta var þó í raun og veru engin ný aðferð, því
að hún mun hafa verið notuð eitlhvað þegar á fyrstu öldum íslands
byggðar, og eins víkur Björn Halldórsson að henni í Atla, en hún hafði
að minnsta kosti gleymzt. Þó mun nokkuð hafa verið ræktað með
þessari aðferð við Eyjafjörð og e. t. v. víðar um 1840—1850.
- Guðrnundur Olajsson á Fitjum ritar grein í 1. árgang Andvara 1874
um þúfnasléttun. Þar ræðir liann fyrst um mismunandi aðferðir við
þaksléttun, og eru helztu breytingarnar frá eldri aðferðum þær, að nú
er ristuspaðinn kominn til sögunnar. Guðmundur vill plægja flögin,
eflir að þökurnar hafa verið færðar úr þeim, og gera beðasléttur, til
þess að regnvatn leiðist sem greiðast burtu, en vatnið telur hann höfuð-