Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 168
Raddir
Þorkell Gunnarsson, Akurtröðum í Snœjellsnessýslu, skrifar:
„A síðastliðnu sumri sló ég 3 dagsláttur lands með „jeppabíl“. —
Tengdi ég venjulega hestasláttuvél aftan í hann, en við urðum að vera
tveir. Verkið gekk fljótt og vel, og slógurn við blettinn á 4V2 tíma og
urðum þó að fara á milli staða. Nú gat ég sett heyið beint í vothey,
þar sem ég byggði votheysgryfju í vor. Það er ólíku saman að jafna að
geta slégið og komið grasinu í garð sama daginn, grænu og lifandi i
staðinn fyrir að þurfa oft og einatt að velkjast með það marga daga
og stundum vikur. Ég notaði þá aðferðina, sem ég kynntist á Hvann-
eyri, að ná heyinu grasþurru og láta farg á það um leið. Á þennan
hátt verkaði ég um 30—40 hestburði, og reyndist það ágætt fóður.“
Hermann Jónsson, Stóra-Sandfelli í S.-Múlasýslu, skrifar:
„Það hefur hingað til orðið lítil breyting á framleiðslu okkar hér
eystra. Kúnum fjölgar lítið yfirleitt. Hjá fjölda bænda hefur ræktunin
ekki aukizt svo mikið, að bændur hafi getað aukið við kúastofninn án
þess að ganga á sauðfjárstofninn. Við höfum engan mjólkurmarkað
og verðurn að byggja á smjörsölu eingöngu. Margir bændur selja tals-
vert af smjöri. Um áhuga á aukinni nautgriparækt er það að segja, að
hann er talsvert vaxandi, einkum í miðju héraði. En samgönguleiðirn-
ar við stærstu kauptúnin eru ógreiðar að vetrinum. Flest þeirra reyna
líka að sjá sér sjálf fyrir mjólk, einkum að vetrinum. En ekki ætti að
vera fyrir það girt, að hægt væri að senda þeim mjólk yfir sumarið.
Margir bændur hafa nú síðustu árin goldið mikið afhroð af völdum
garnaveikinnar, og breiðist hún út.“
Hjalli Finnssón, Artúni Saurbœjarhreppi í Eyjajjarðarsýslu, skrifar:
„Ræklunarframkvæmdir eru hér mjög miklar. Á síðastliðnu ári