Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 109
BÚFRÆÐINGURINN
107
kýr hér fyrstu árin á eftir. Ræktuninni var þó ekki fylgt eftir, og hvarf
hún því að mestu í órækt íslenzka stofnsins.
Árangur af þessum og nokkru meiri innflutningi naútgripa á 19.
öldinni verður sára lítill, fyrst og fremst vegna þess, að algjört sinnu-
leysi og skilningsleysi ríkir meðal bændanna um ræktun nautgripanna
yfirleitt.
III
Árið 1903 byrjar Guðjón heitinn Guðmundsson að starfa sem ráðu-
nautur Búnaðarfélags íslands í nautgriparækt. Með starfi lians hefst
nokkur fjörkippur í nautgriparæktinni. Fyrstu nautgriparæktarfélögin
eru stofnuð árið 1903, alls sex það ár. Árið 1904—05 eru taldir 260
bændur í félögunum. Þeir eiga 830 fullgildar kýr, sem mjólka að með-
altali 2210 kg af 3,59% feitri mjólk eftir skýrslu Páls Zóphóníassonar,
sem hér fer á eftir.
Ár Tala Tala Meðalnyt fullgildra Feiti
bænda fullgildra kúa kúa, kg %
1904—05 260 831 2210 3,59
1905—06 379 1374 2216 3,68
1906—07 411 974 2199 3,56
1907—08 423 1134 2237 3,58
1908—09 393 1232 2249 3,60
1909—10 385 1350 2234 3,55
1910—11 321 1646 2270 3,62
1911—12 368 2015 2306 3,63
1912—13 361 1959 2302 3,65
1913—14 423 2454 2087 3,71
1914—15 480 2555 2342 3,78
1915—16 637 2695 2391 3,66
1916—17 782 2649 2059 3,65
1917—18 770 2566 2150 3,60
1918—19 695 2290 2264 3.61
1919—20 532 1891 2228 3,69
1920—21 433 1498 2385 3.75
1921—22 576 1680 2489 3.77
1922—23 482 1671 2561 3.66
1923—24 497 1867 2358 3,69
1924—25 496 1864 2440 3,71
1926 503 1943 2419 3,64
1927 498 1926 2353 3,65
1928 564 2058 2412 3,64