Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 60
58
BÚFRÆÐINGURINN
legast að láta plægingu bíða vors og plægja þá niður búfjáráburð sam-
tímis. Sennilega getur líka lánazt vel að plægja áburöinn niður á haust-
in, sé tilfærslu í flaginu lokið, einkum ef jarðvegurinn er leirblandinn
og ekki þarf að óttast mikið vatnsrennsli um flagið. Bezt er að aka
mykjunni í flögin samhliða plægingunni og dreifa eigi meira magni en
því, sem plægt er niður samdægurs. Engin nauðsyn er að plægja áburð-
inn djúpt, aðeins svo, að jafnt sé plægt og áburðurinn hyljist vel.
Venjulega er nauðsynlegt að fara um flagiö með herfi, eftir að
áburðurinn hefur verið plægður niður. Diskaherfið er handhægast og
venjulega helzt við höndina. En þess verður að gæta að skilja ekki við
flagiö i miklum hryggjum. Þegar flagið er orðið vel myldið, nægir að
herfa það með lítið skekktu diskaherfi, grunngengu fjaðraherfi eða
jafnvel illgresisherfi, sem aðeins jafnar og mylur yfirborðiö. Þegar
flögin eru plægð á haustin, er venjulega beðið með herfinguna til næsta
vors. Þegar tilbúinn úburður er notaður að einhverju eða öllu leyti, er
ástæðulaust að færa áburðinn djúpt í moldina. Venjulega er þá um til-
tölulega lítið áburöarmagn að ræða. Köfnunarefnisúburður er aldrei
borinn í flögin, hans er engin þörf, fyrr en lokið er að sá og grasfræið
er komið upp. Hins vegar er ágætt að bera ríflegan skammt af fosfór-
sýru- og kalíáburði í flögin, áður en herfingu er lokið, en þó eigi
meira en það, sem gera má ráð fyrir, aö notist á næstunni, t. d. 300—
400 kg af 20% súperfosfati og um 200 kg af 40—60% kalí.
ASur en lengra er komið undirbúningi undir grasfræsáninguna, er
rétt að drepa lítiÖ eitt á tvö atriði um nýræktina, sem bér hefur, enn
sem koinið er, verið lítill gaumur gefinn, en það er kalhœUan og jarð-
vegsblöndunin.
Kalskemmdir eru mjög algengt fyrirbrigði í nýræktum okkar og
reyndar líka í gömlum túnum. Orsakirnar geta verið margar og sumar
óviðráðanlegar og verða því ekki ræddar hér. Aðrar má fyrirbyggja að
verulegu leyti, svo sem þá tegund kals, er eg hef nefnt svellkal. Kemur
hún af því, að krap og klakavatn stendur uppi á sléttunum eða streymir
um þær undan hjarnfönnum síðari hluta vetrar og á vorin. Þessi væta
er stöðugt að þiðna og frjósa til skiptis og sprengir þá jarðstöngla og
slítur rætur jurtanna, svo að þær losna, visna og deyja. Á sléttum, sem
eru örlítið hallandi, er auðvelt að fyrirbyggja uppistöðu. En leysingar-
vatn getur eigi að síður seytlað um landiö og orsakað kalrákir. Þessu
er aöeins hægt að varna með því að rista rásir þvert fyrir aðrennslis-