Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 78
76
BÚFRÆÐINGURINN
an, áburðurinn og meðferÖin, miklu meira máli við gerð sáðsléttnanna
en sáðmagnið. Þetta virðist eiga jafnt við um hreinar grasfræblöndur
og smárablöndur.
Sáðtímatilraunirnar á Akureyri eru gerðar í grasmóajörð og mýrar-
jörð, sem er fyrir löngu framræst og orðin vel fúin. Áburður í 1. og 2.
tilraun var eins á báða hluta tilraunanna að því fráskildu, að smára-
hlutinn fékk minni köfnunarefnisáburð, sem nam 200 kg af kalksalt-
pétri (15.5%) á ha. Fyrri.tilraunin á Sámsstöðum var gerð í mýrar-
jarðvegi, hin síðari í mólendi.
Tilraunir jneð heppilegastan sáðtíma fyrir grasfræ hafa bæði verið
gerðar á Sámsstöðum og Akureyri. (Sjá töflu XVIII.)
Tilraunir þessar sýna, að þegar sáð er á vorin, muni hagkvæmast að
sá snemma á vorin. A Sámsstöðum virðist munurinn þó ekki mikill
fram í miðjan júní, en vafalaust er hann meiri þar, sem vorþurrkar eru
miklir.
Á Sámsstöðuin hefur haustsáning gefið heldur lakari raun en vor-
sáningin. Munurinn er þó ekkimikill á sáningunni fyrst í ágúst og seint
í okt. Tilraunin er ekki vel örugg, því að arfi skemmdi hana, svo að
uppskera ársins 1935 varð ekki tekin með, en það getur breytt nokkru.
Á Akureyri hefur haustsáning grasfræsins gefið heldur betri raun
en vorsáningin. Munurinn er þó lítill. Hins vegar hefur gefizt bezt að
sá smárablöndunni annaðhvort mjög seint á hausti eða að vori, og líka
hefur reynzt bezt að sá grasfræinu seint á hausti. Skýringin virðist sú,
að haustsáningin gefst bezt, ef fræið spírar lítið eða ekki fyrir veturinn,
en liggur óspírað til vors. Smárinn þolir verr septembersáninguna, af
því að hann spírar tiltölulega miklu meira en grasfræið. Þessar smáu
fræplöntur hafa svo lítið viðnám, að þær lifa ekki af veturinn. Það má
því alltaf gera ráð fyrir, að þótt haustsáning geti lánazt vel og jafnvel
betur en vorsáning, þá sé hún samt áhættusamari, og haustsáðu flögin
krefjast nákvæmrar umhirðu á vorin, ef vel á að fara. Þarf að valta
þau með sléttum valta, óðar en þau fara að þiðna nokkuð að ráði, jafn-
vel fyrr en fært er um þau með hesta, til þess að þjappa moldinni sanian
um fræ og smáspírur, er ella mundu þorna og eyðileggjast. Að öllu
athuguðu verður því að teljast öruggara og vandaminna að sá grasfræ-
inu á vorin en á haustin, þótt haustsáning geti verið fullkomlega not-
hæf og réttmæt, ef af einhverjum ástæðum er æskilegt að geta lokið