Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 63
BÚFRÆÐINGURINN
61
TAFLA XI
Misþykk sandþakning á mismunandi framrœstri mosamýri.
Fjarlægff milli skurffa
100 m 50 m 25 m
Enginn sandur ....................... 28.8 heyli. 28.1 heyh. 16.6 heyh.
1.25 cm. sandþakning ................ 43.7 — 42.8 — 32.9 —
2.50 — — .............. 47.2 — 44.6 — 40.7 —
5.0 — — ................ 43.1 — 41.9 — 43.7 —
fræðilegt, og er ekki ósennilegt, að mulningur íslenzka bergsins sé hag-
kvæmur til jarðvegsblöndunar, hvað jjetta sríertir, og má i því sam-
bandi benda á, að í basaltinu eru um 10% kalks, 0.7% fosfórsýru og
0.8% kalís.
Ekki er unnt að svo komnu máli að fullyrða neitt um, hvernig jarð-
blöndun og jarðþakning muni gefast hér, Jjví að allar tilraunir og
reynslu vantar. En ekki er ósennilegt, að þetta gæti komið að nokkrum
notum, einkum sand- eða leirjrakning, og þá helzt í flóajarðvegi. Að
vísu er mýrajarðvegur okkar óvenjulega auðugur að steinefnum, en J}au
nema að meðaltali um 64% af Jmrrefninu. Sveiflur geta J)ó verið mikl-
ar, og hafa fundizt mest 89.0%, en minnst 7.62%. Til samanburðar má
geta jjess, að í betri mýrunum í Danmörku og Svíþjóð, starmýrum
(Lavmoser), er askan í þurrefninu aðeins talin 15% að meðaltali og
einungis 3—5% í mosamýrunum (Höjmoser). Ástæðan til þessa mikla
mismunar er auðvitað fyrst og fremst sú, að hér er mýrajarðvegurinn
oftast mjög blandaður sandi og ösku, sem á rót sína að rekja til eld-
gosa eða jarðfoks. Líka gætir víða sand- og leirframburðar eftir ár,
læki og leysingarvatn. Því má vel vera, að hér sé ekki mikil þörf jarð-
vegsblöndunar.
Jarðvegsblöndun og sandþakning er dýr ráðstöfun, nema því aðeins
að steinefni séu mjög nærtæk. Bezt er, að sandurinn sé ekki ákaflega
fínn og leirinn sé nokkuð sandblandinn. Sand og leir, sem nota á til
jarðblöndunar, þarf að grafa upp og láta liggja þannig fyrir áhrifum
loftsins um hríð, áður en ekið er í flögin, eða láta flögin bíða um hríð
eftir jarðblöndunina, áður en í þau er sáð, J)ví að alltaf getur verið
jurtaeitur í hinum uppgröfnu jarðefnum, sem breytist og eyðist við
áhrif loftsins.
Svo sem áður er að vikið, er ekki ósennilegt, að Jjakning mýra-
jarðvegs með steinefnum geti aukið hitann í jarðveginum, eí til vill