Búfræðingurinn - 01.01.1948, Blaðsíða 13
BÚFRÆÐINGURINN
11
ing var það, sem Jóset lilaut með þessum hætti, svo ungur mað-
ur. Hann var aðeins tuttugu og tveggja ára, er hann varð skóla-
stjóri og bústjóri á Hólum.
En hamingjan er hverflynd. Jósef missti konu sína og fyrsta
barn sitt, nokkrum vikum eftir að hann kom að Hólum. Fáir,
eða engir, ganga heilir að starfi frá slíkum mannraunum. Harð-
æri var svo mikið á fyrri skólastjórnarárum Jósefs, að ekki
hefur annað slíkt komið á Norðurlandi um langan aldur. Varð
þá lítið úr getu og trú margra á umbætur og nýungar. Gert
hafði verið ráð fyrir því, að þrjár sýslur norðanlands, eða Norð-
lendingafjórðungur allur, stæði að skólanum, ættu hann og
önnuðust rekstur hans. En á þessu varð rnargra ára bið. Varð
því fjárhagur stofnunarinnar stórurn verri en annars hefði orð-
ið. Fyrstu 10 ár skólans hlaut kennslan að fara fram á baðstofu-
lofti í gömlum torfbæ. Ekkert lýsir betur en það, hvað fjárráð
og aðstaða öll var erfið.
Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika, og ntaiga aðra, sem ótaldir
eru, gekk Jósef ótrauður að starfi. Sá hefur verið dómur margra
kunnugra, að furðánlega hafi liinn ungi rnaður verið þeim
vanda vaxinn, er honum var trúað fyrir. Þó mun dómur sög-
unnar sanna það betur, er rannsökuð verða til hlítar skilyrði
þau, er skólinn hafði við að búa fyrstu árin.
Margþættar umbætur hófust á staðnum, er Jósef hafði tekið
þar við stjórn. Voru þær að sjálfsögðu einkum á sviði jarðrækt-
ar, svo sem túnsléttur, skurðagerð til framræslu á engjum,
áveitu og vörzlu, lokræsagerð, túngarður úr grjóti, akvegur,
vatnsveita úr Hofsá og matjurtagarðar. Síðari árin, sem hann
var skólastjóri, var allmikið unnið að byggingu útihúsa. Þá var
og hafin þurrkun mýra til túnræktar og nýrækt hafin í allstór-
um stíl.
Til er sundurliðuð og mjög glögg skýrsla um umbætur á Hól-
um fyrstu 20 ár skólans. Er hún gerð eftir úttektum og mæling-
um þeim, er stjórnarnefnd skólans lét árlega gera á staðnum.
Af þessum 20 árum stýrði Jósef skólanum í 12 ár ,en Hermann
Jónasson í 8 ár. í skýrslu þessari er það vandlega aðgreint, hvað
hvor þeirra skólastjóranna lét vinna.
Síðari skólastjórnarár Jósefs munu liafa orðið honum miklu