Búfræðingurinn - 01.01.1948, Blaðsíða 151
BÚFRÆfilNGURINN
149
„Faxi“ er livorki búfræði- né náttúrufræðirit, í venjulegri
merkingu þeirra orða, og fátt ritar höfundur um ágæti ein-
stakra liesta. Þó eru kaflar eftir aðra í bókinni, sem um þetta
fjalla.
Megingildi bókarinnar virðist mér liggja í því, að liér er rak-
inn, með vísindalegum hætti, sá þáttur islenzkrar menningar-
sögu, sem hesturinn hefur valdið mestu um. Trúarsiðum að
fornu, leikjum, þjóðháttum ýmiss konar og fjölmörgu öðru,
sem hestum hefur verið tengt með einhverjum hætti, er lýst í
bókinni, af miklu meiri nákvæmni og rökvísi, en gert hefur
verið nokkurn tíma áður í íslenzku rnáli. Er þar saman dreginn
mikill fróðleikur úr bókmenntum okkar, bæði fornurn og nýj-
um, og víðar er þar föngum til sópað. Bók þessi er því
vísindarit. Þó mun því fjarri fara, að vísindin ein móti þá rnynd,
sem lesandinn geymir af „Faxa“, að lestrinum loknum. Skáld-
skapur og heimspeki marka þar margan drátt.
Fjarri fer því, að línur þessar séu ritdómur um ,,Faxa“, eða
að hér sé reynt að rökræða hið mikla efni, sem bókin fjallar um,
að nokkru ráði. En rit þetta er mikilsverður bókmenntafengur,
og glæsileg greinargerð um það af húsdýrum okkar, sem margir
hafa unnað mest og telja bæði fegurst og þarfast. Er því bænd-
um og öðrum hestamönnum bæði gott og nauðsynlegt að lesa
hana.
Gunnlaugur Björnsson.
Hugleiðingar um fóðrun og uppeldi nautgripa.
Mjólkurframleiðsla eykst nú hröðum skrefum hér á landi,
kúnt fjölgar og kröfur manna um aukna nythæð þeirra verða
meiri og meiri.
En menn verða að gæta þess, að um leið og þeir gera háar
kröfur um mjólkurhæfni þeirra, verða menn líka að gera háar
kröfur til þeirra manna, sem hirða þær og eiga að sjá þeim
fyrir nægilegu og góðu fóðri, og á þetta við bæði uni mjólkur-
kýr og uppvaxandi ungviði.
Þegar taðan er oft úr sér sprottin og þar að auki oft meira