Búfræðingurinn - 01.01.1948, Blaðsíða 152
150
BÚFRÆÐINGURINN
og minna hrakin, liggur í augum uppi, að bæta verður hana
upp með nægri og heppilegri fóðurgjöf.
Er þá vitanlega aðalvandinn að vita, Iivaða fóðurefni helzt
muni skorta og í hvaða hlutföllum þau þurfi að gefast. Vitan-
lega er þetta mjög erfitt, en þó má með mikilli natni og stöð-
ugri aðgæzlu á líðan og útliti skepnanna fara mjög nærri því
rétta.
Erfiðast er þetta viðfangs, þegar þeir, sem verzla með
fóðurvörur, láta frá sér, sem fyrsta flokks vöru, stórgallað
síldar- og fiskimél, eins og bændur kannast við, og þar af leið-
andi verður fóðurblandan einnig stórgallað fóður.
Bezt teldi ég fara á því, að bændur gætu blandað fóðurteg-
undirnar sjálfir eftir þörfum hvers einstaklings, því auðskilið
er, að þarfir hvers eru mjög misjafnar, en menn verða að
reyna að sjá það á líðan og útliti skepnanna, og þegar um
mjólkurkú er að ræða, má einnig sjá það á því hvernig hún
heldur í sér nytinni, hvernig fóðurblöndunin þarf að vera.
Fyrir fáum árum fór að flytjast hingað alfa-alfa fóður, að
öðru nafni heymjöl.
Munu nú nokkrir bændur hafa reynt það í fóðurblöndur
handa nautgripum, og hefur það alls staðar reynzt mjög vel.
Tilgangur minn með línum þessum er einkum sá, að vekja
athygli manna á þessum fóðurbæti. Þó reynsla mín með hann
sé ekki löng, vil ég þó skýra frá henni.
Ungviði og kýr, sem ekki hafa lært að éta mat, læra strax
átið á hann, ef alfa er blandað í hann.
Kýrnar verða snögghærðar og gljáandi og mjólka vel. Beina-
veikar kýr virðast taka snöggum bata, sé þeim gefið dálítið af
því, og sennilega mun það hafa góð áhrif á fitumagn mjólkur-
innar, þó ég geti ekkert um það fullyrt.
Nú í vetur gaf ég kúm mínum fóðurblöndu, samsetta þann-
ig: 40% síldarmjöl, 40% maísmjöl, 10% hveitiklíð og 10%
alfa.
Þessa blöndu átu kýrnar mjög vel, mjólkuðu vel og urðu
fallegar í hárafari.
Ég tel þessa fóðurblöndu hafa gefizt mér svo vel, að óvíst
er, að ég hafi áður haft aðra betri. og þó hef ég haft fóður-