Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 46

Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 46
44 BÚFRÆÐINGURINN að verðleikum hér á landi á undangengnum öldum. Kjöt, ull, gærur, tólg og garnir hefur oft verið flutt út héðan í allstórum stíl, en auk þess haft til neyzlu innanlands. Aðalmarkmið sauðfjárræktarinnar verður þó að teljast framleiðsla á dilkakj öti og ull. Það sjónarmið skal því ráða úrslitum í kynbótum sauðfjárins og allri ræktun þess. III. íslenzka sauðféð er mjög misjafnt að ytra útliti. Það er einnig mjög misjafnt, hvað afurðir snertir, bæði um magn þeirra og gæði. Flest er af hvítu fé, en margt er mislitt, svart, grátt, mórautt, allavega flekkótt og skræpótt. Það er ýmist hyrnt, hnýflótt eða kollótt. Það er misstórt, svo að ær geta vegið allt frá 35 til 100 kg á fæti við sambæri- leg skilyrði. Afurðirnar, einkum kjötið, sveiflast litlu minna. Dilkar á sama aldri geta haft kroppþunga allt frá 10 kg eða minna upp í 25 kg eða meira. Kynjesta í einstökum stofnum og með einstaklingum innan íslenzka sauðfjárins er oftast lítil og stundum alls engin. Af þessari ástæðu og fleirum tel ég ekki fært og enn ekki tímabært að tala um neitt sérstakt kyn innan íslenzka sauðfjárstofnsins. Enda er það svo, að þótt þessi sami sauðfjárstofn hafi verið haldinn hér yfir 1000 ára tímabil, þá hefur sauðfjárræktin verið rekin þannig fram á síðustu áratugi, og er víða enn, að ekki er nein von til, að hér hafi skapazt sauðjjárkyn, sem geti borið slíkt nafn með réttu. IV Til þess að gera sér sem Ijósast, hvernig það sauðfé er, sem við nú höfum í landinu, er nauðsynlegt að taka tillit til uppruna þess og eins að benda á það, sem gert hefur verið í þeim tilgangi að kynbæta sauð- fé hér á landi. Gert er ráð fyrir, að landnámsmenn hafi flutt með sér sauðfé aðal- lega frá Noregi, en einnig að einhverju leyti frá Bretlandseyjum. Á þeim tíma er talið, að sauðfé hafi verið svipað um allan vesturhluta Evrópu. Séreinkenni þess voru í öllum aðalatriðum Jjau sömu og enn eru á íslenzka fénu, og var þeim lýst hér að framan. Auk þess má nefna, að þessi gamli Norðurálfustofn hefur stuttan dindil, þar sem næstum öll hin ræktuðu sauðfjárkyn hafa nú langan dindil. Leifar af þessum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.