Búfræðingurinn - 01.01.1951, Side 48
46
BÚFRÆÐINGURINN
fé. Hann seldi einnig allmargt af kynblendingum til bænda víðs vegar
um landið. Þá er vitað um, að útlent fé var á þessum tíma flutt inn til
Vestfjarða, í Borgarfjörð, Árnessýslu og jafnvel víðar. Árið 1878
voru fluttir enskir hrútar að Veðramóti í Skagafirði.
I heimildum um þennan innflutning er þess iðulega getið, að kyn-
blendingarnir hafi verið stórum vænni og ullarbetri en íslenzka féð
var. Hins vegar er ljóst, að áhrifa þessa innflutnings sauðfjár gætir
nú lítt eða ekki á íslenzka fénu. Veldur þar mestu um, að í hörðum
árum féll féð að meira eða minna leyti vegna fóðurskorts. Ekkert
skýrsluhald og engar reglur voru um kynblöndunina. Auk þess ríkti
skilnings- og áhugaleysi meðal flestra bænda á ræktun og kynbótum
sauðfjárins yfirleitt.
VI.
Þess er getið hér að framan, hversu íslenzka féð er misjafnt, bæði
að ytra útliti og gerð allri. Kynfestan er lítil í því, og hvergi er um
regluleg sauðfjárkyn að ræða.
Hér skal vitnað til nokkurra forgöngumanna um sauðfjárræktarmál
landsins, sem hafa kynnt sér þau, sumir ýtarlega, og leiðbeint bændum
landsins í sauðfjárrækt.
1. Guðjón Guðmundsson skrifar í 17. árg. Búnaðarritsins 1903 um
kynbætur búpenings. Hann segir þar um íslenzka sauðféð: „Sauðfé
hér á landi er hvorki kjötfé, mjólkurfé né ullarfé, heldur þar í millum
(Mellemform). Við öðru er heldur ekki að búast, þar sem aldrei hefur
verið haft neitt ákveðið fyrir augum við úrval, uppeldi, brúkun, fóðr-
un og meðferð þess.
Jökuldals- og Baldursheimskynin nálgast mest kjötféð, en þó smá-
vaxin, seinþroska, vöðvalítil og allt of mörmikil. Dala- og Mýrakynin
hafa verið talin beztu mjólkurkynin hér á landi, en mjólka þó ekki til
jafnaðar meira en IV2 Pott á dag fyrst eftir fráfærurnar og 40 til 50
potta á sumri. Utlend mjólkurkyn (á Norðvestur-Þýzkalandi og Suður-
Frakklandi) mjólka 3-—4 potta á dag fyrst eftir burðinn og 400 til
500 potta á ári. Á Norðurlöndum er ekkert mjólkurfé til lengur, en
gamla józka mjólkurféð, sem var í blóma sínum um miðja 19. öld,
mjólkaði um 400 potta á ári.“
2. Hallgrímur Þorbergsson skrifar ritgerð í 20. árg. Búnaðarritsins
og nefnir hana: Um sauðfé. Þótt sú ritgerð sé nú yfir 40 ára gömul,