Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 73
BÚFRÆÐINGURINN
71
Tímabilið milli yxna getur verið 16—24 dagar, oftast 19—22, en að
jafnaði 19% dagur. „Gulu hnoðrarnir“ ákveða þessa tímalengd. Með
því að kreista „gulu hnoðrana“ er, hvenær sem er, hægt að fá heil-
brigðar kýr til að beiða. Þessi tækni gæti komið að gagni hér á landi,
ef sæða ætti hóp af kúm með innfluttu sæði. Væri þá hægt að kreista
margar kýr í einu til þess að fá þær yxna sama daginn.
Nymphomania er sjúkdómur, sem kýr fá stundum. Lýsir hún sér í
því, að kýrnar leika á riðli, en festa þó ekki fang. Eru þá venjulega
óeðlileg æxli við eggjakerfin. Æxli þessi má sprengja á sama hátt og
5,gulu hnoðrarnir“ eru kreistir. Séu æxlin orðin stór og gömul, geta
þau orðið erfið viðfangs. Ef sjúkdómurinn er á háu stigi, verður kross-
beinið áherandi, svipað og á kúm, sem komnar eru nærri burði.
Gröftur í legi kemur í veg fyrir, að kýr haldi. Nýlega er farið að
nota stilboestrol í olíu til að ná grefti úr legi með. Orsakar það ástand
svipað yxni, en stendur þó lengur yfir. Legið dregst saman og þrýstir
greftinum út um leghálsopið.
Með tæknifrjóvgun er hægt að koma í veg fyrir nokkrar sjaldgæfar
astæður fyrir ófrjósemi: Ofæsing kúa við samfarir getur valdið því, að
sæðið renni út úr skeiðinni. Stundum er slímið í skeiðinni óvenjulega'
þykkt við yxni, þannig að sæðið kemst ekki inn um leghálsopið. Sýru-
stigið (pH) í skeiðinni getur verið óeðlilegt og drepið frjósellurnar.
getur vansköpun á leghálsi komið í veg fyrir, að sæði komist inn i
legið.
Nokkur vissa er fengin fyrir því, að egglos verði nokkrum klst. síðar
hjá hámjólka kúm en öðrum. Ber því að öðru jöfnu að halda þeim
kúm síðar á yxninu en öðrum. í slíkum tilfellum getur tæknifrj óvgun
komið að notum allt að 6 klst. eftir, að farið er af kúnum. Eins hefur
reynzt vel að mjólka ekki meira úr júgrum kúnna daginn, sem á að
halda þeim, en svo, að kýrnar hafi ekki óþægindi af. Flýtir það fyrir
egglosi.
Ef kýr á naut og kvígu í einu, ætti aldrei að láta kvíguna lifa, því að
slíkar kvígur eru ófrjóar í 95 tilfellum af 100. Kynfærin eru þá van-
þroskuð. Ástæðan til þe ss er að líkindum sú, að blóð frá nautsfóstrinu
hefur farið til kvígufóstursins og borið með sér kirtilvökva úr eistun-
um.
Ýmsar aðferðir eru notaðar til að rannsaka, hvort kýr séu með kálfi.
Oýralæknar geta sagt, hvort kýr séu með kálfi, er þær hafa gengið með.