Búfræðingurinn - 01.01.1951, Síða 96

Búfræðingurinn - 01.01.1951, Síða 96
94 BÚFRÆÐINGURINN mín og vissa, að allir þráið þið með veru ykkar hér að verða færir um að stjórna því konungsríki, sem staða bóndans óneitanlega er. Ævintýrið ykkar er að vísu hvorki fjölmenn hirð eða veizluhöld. Bóndinn þarf ekki á slíku að halda. Búféð og grasið er hirð hans. Starf- ið er veizluhöld hans. Ævintýrið ykkar er fögur bújörð í íslenzkri sveit. Þið sjáið í anda rennslétt tún, frjósöm engi, góðar byggingar og afurðaríkt búfé. Þið vitið, að ef þessu er vel og hyggilega stjórnað, er fjárhagsafkoma ykkar tryggð. Þið vitið, að í fá störf eða engin er meiri þroska að sækja en í starf bóndans. Þið vitið, að enginn maður í þjóðfélaginu er sjálfstæðari í orðum og gerðum en vel menntaður, efnaður og duglegur bóndi. Eg veit, að ykkur dreymir dagdrauma um starf ykkar sem bændur í fagurri íslenzkri sveit. Ég veit, að þið þráið að gera náttúruöflin ykkur undirgefin og fá þau í lið með ykkur, en ekki á móti. Þið þráið að bjóða vetrarharðindum byrginn með því að eiga nóg hey handa bú- fénu. Þið þráið að koma heyverkum ykkar í það horf, að þið getið með jafnaðargeði tekið á móti óþurrkasumrum. Þið hafið heitið því með sjálfum ykkur að eiga svo afurðagott búfé, að þið getið rólegir tekið á móti kreppuárum án þess að minnka bústofninn. Og menntun ykkar hér á einnig að stuðla að því, að þið verðið öruggir liðsmenn í hvers konar félagsstörfum og menningarlífi. Ég sagði áðan, að þið væruð allir karlssynir úr koti. í þessum orð- um er engin lítlisvirðing fólgin. Það vona ég, að þið hafið þegar skilið. Staða bóndans er og mun alltaf verða ein mesta virðingarstaða í hverju þjóðfélagi. Og það er táknrænt í hinum gömlu ævintýrum, að þar eru menn ekki virtir eftir ætterni eða stétt, heldur fyrst og fremst eftir vits- munum, hreysti og dugnaði. Þess vegna gat karlssonurinn í ævintýr- inu orðið konungur og fengið prinsessu fyrir konu. í þessu efni hefur matshæfileikum okkar farið aftur í seinni tíð. Okkur nútímamönnum hættir í of ríkum mæli til þess að meta manninn eftir stöðunni eða eftir því, hvort hann hefur hvítt um hálsinn og heldur um penna, en ekki skófluskaft. I þessu efni eimir enn eftir af þeim tíma, þegar þjóðin varð að þola niðurlægingu valdsmanna og verzlunarstéttar. En þetta er að breytast og mun breytast meir á komandi árum. Landbúnaðurinn er einn af þeim atvinnuvegum, sem framleiðir verð- mæti beint úr skauti náttúrunnar. í þjóðfélagi okkar hvílir afkoman á tveim meginstoðum: landbúnaði og sjávarútvegi. Aðrar stéttir, s. s.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Búfræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.