Saga - 1960, Blaðsíða 10
2
ÞORKELL JÓHANNESSON PRÓPESSOR
Eins og flóðlýsing væri látin sindra um andlit þjóð-
höfðingja með skýjakljúfa lands hans í baksýn innan
Ijóskeilunnar, blikar í minni mér daufrauð týran um
auglit og persónuleik Þorkels gamla á Fjalli við 5 feta
trausthlaðinn vegg. Hann lézt 31. 10. 1910.
Sveitungum Þorkels Jóhannessonar kom á óvart, þegar
það birtist eftir heimsstríð og verðhrun afurða, að hann
fór til þess, liðlega hálfþrítugur Syðra-Fjallsbóndi, að
búast í alvöru til inntökuprófs í háskólann og að flytja
þangað óðal sitt. Hann tók það stúdentspróf 1922.
Óðalið, sem hann flutti í brjósti sér suður, voru fræði,
sem hann hafði frá unglingsárum köllun og dálitla mennt-
un til. Þau slitu hann skyndilega upp með rótum, hann
skildi fyrstur sinna jafnaldra í héraðinu, að ekki yrði
unnt að sinna þeim nóg samfara bústörfum.
Treginn af því að hafa kvatt Fjall og bændastétt varð
meir til að sameina hugaröfl hans en kljúfa þau, enda
var hann maður, sem iðraðist aldrei gerðra ákvarðana.
Treginn breyttist í djúpan skilning á því, að aldirnar
fyrir 1918 fjarlægðust okkur hratt með raunir sínar og
sigra og þjóðleg verðmæti. Saga lands og æskuumhverfið
voru nátengd í undirvitund hans. Tilgangur Fjallsbónd-
ans með háskólanámi varð sá að þekkja tilveruskilyrði
1000 ára bændamenningar og bjarga verðmætum hennar
úr hruni og umróti samtímans yfir bilið til næstu kyn-
slóða. Ekki kyrrstöðuviðleitni, heldur þekking og teng-
ingarviðleitni skyldu segja manni fyrir verkum. Sú skoð-
un var þá ofarlega í sumum Þingeyingum, að eigi væri
öðrum betur trúandi en bændum til að yrkja og semja
rit til menningarheilla, ekki sízt til að sporna við upp-
lausn og róti. Þess hefur fyrr sézt getið á prenti, að
bókavörður sýslubókasafnsins, Benedikt frá Auðnum, hafði
sérstakt orð á, þegar hann hugðizt hafa valið vel bækur
til að lána Þorkatli kornungum, að drengurinn sá yrði
að semja bækur, fyrst Jóhannes faðir hans Þorkelsson