Saga - 1960, Blaðsíða 69
SAMHENGI MEÐ VELDAMYNDUN Á 12. ÖLD
61
hamlaði nægilega móti. Þannig skiptu Haukdælir og
Oddaverjar Suðurlandi milli sín, en Svínfellingar og
niðjar Hofverja Austfirðingafjórðungi og runnu raunar
í eina ætt um skeið, höfðingasetrið var á Valþjófsstöðum,
en stundum í Skaptárþingi. Ásbirningar réðu snemma
Skagafirði öllum og miklum hluta goðorða vestan Vatns-
skarðs. Loks náði Sighvatur Sturluson völdum yfir öll-
um austurhelmingi Norðurlands á 13. öld, en Snorri yfir
Borgarfirði.
Samhengi með veldamyndun á 12. öld og vorþingum 960?
Það tæki langt mál, ef gera skyldi ljósa sambúð höfð-
ingja og alþýðu fyrir 1200 og rekja til rótar mistryggar
ályktanir manna um eðli valda á þeirri tíð um Norðurlönd.
Hér á undan hefur verið sneitt sem mest hjá öllu slíku,
og svo skal í þessum kafla, nema það snerti mjög 'hreyfi-
orku skipulagsbreytinganna.
Landfræðilegar orsakir eru nærtækar, og sama landið
er oft misjafnt öld af öld við böm sín. Landnemar úr
Gulaþingslögum,. sem allar samgöngur sínar áttu á sjó,
létu sér ekki detta í hug þingstaði nema við lendingar
eða bátfærar stórár: Kjalarnesþing, Þingnes við Hvítá,
Þórsnesþing, Hegranesþing, Vaðlaþing. Allstór „skip“
hafa verið dregin upp að Þingeyrum og í Skipapoll hjá
Þingey í Skjálfandafljóti og trúlega að Krakalækjar-
þingstað við Lagarfljót. En landfræðikönnun Gríms geit-
skós og val Þingvalla til allsherjarþings er elzta merkið
um fráhvarf Islendinga frá sjóleiðum til þingmanna-
leiða á landi; þeir höfðu séð, að þeir áttu greiðfært land.
Gagnstætt því, sem í öndverðu var,, tóku vogskornu
héruðin að sundrast, en dalir tengjast við dali, og vötn
undir vetrarísi urðu beztu samgönguleiðir miðhéraðs
hvers, er menn óku til funda.
Um 1200 hafði greiðzt dálítið betur úr samgöngum.