Saga - 1960, Blaðsíða 42
34
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
hinu heilaga vatni, sem fossar yfir ask Yggdrasils; úlf-
urinn fer ekki sólina, hún sortnar; Fenrir gleypir ekki
Óðin, heldur fellur hann án þess því sé nánar lýst; Víðarr
kjaftrífur ekki Fenri, heldur leggur hann í hjartastað
(Sjá Vfþrm. 21., 14., 47., 53. v.). Þar sem sagt er frá
endurfæðingu heimsins, kemur fram tvenns konar lífs-
skoðun . . . Vfþrm. tala bæði um fimbulvetur og Surta-
loga, án þess það verði samrýmt ... 1 Völuspá eru allar
hinar sundurleitu hugmyndir um heimsendi steyptar
saman í heild, sem er sjálfri sér samkvæm".1’
I Ijósi þessa samanburðar mun enginn telja ósennilegt,
að skáld Völuspár geti verið fyrsti maður, sem hugsaði
sér Ragnarök fullgerast með því móti, að sól fengi svartan
lit (án þess að tortímast) og jörð steypti sér í svalar
unnir til að geta endurrisið þaðan eftir brunann.
Sé umrædd vísa Kormáks eldri,. er meginþáttur þess-
arar Ragnarakahugmyndar hins vegar mótaður af ein-
hverjum íslenzkum samtíðarmanni hans og þaðan kom-
inn í hugarheim Völuspár. Goðsagnaskáldið Kormákur
mundi eigi sjálfur hafa fundið upp þessi fræði, en gat
verið næmur fyrir nýjungum samtímamanns.
Þessi meginbreyting í Ragnarakasögunni á sér þann
tilgang hjá höfundi Völuspár, að jörð geti endurrisið og
ekki þurfi á barnsfæðingu Sólar að halda (Vfþrm. 47)
til þess, að birti yfir jörð hinna ósánu akra eftir Ragna-
rök .
Hér kemur að meginmun á trúartegund þess skálds og
réttri heiðni. Jörð og sól eru í hans augum aðeins sá
skynjanlegi heimur, sem hann sér, en ekki barnshafandi
gyðjur. Viðbrögð þeirra andspænis Surtaloga eða Fenri
birtast honum aðeins eðlisfræðilega, ekki sökkvir Mið-
garðsormur, dauður í 56. v., jörðinni í mar, og ekki lyfta
drepnir guðir henni þaðan, hún lyftist sjálf sem ópersónu-
1) Siguröur Nordal: Völuspá, Rvk. 1923, 123-25. Hér á eftir eru ummæli mín
um Völuspá víðar byggð á niðurstööum þess rits, án þess tekið sé fram hverju sinni.