Saga - 1960, Blaðsíða 96
88
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
318—19. Þó mælir verð vax á móti því, 318, þ. e. pund
(24 merkur) var að 12 aurum, en 316 er mörk að eyri.
Helgafellsmáldagi kemur hér mjög hentuglega til að vita
þó eitt ár með vissu, en gera má ráð fyrir, að gengið hafi
þá e. t. v. komizt í 1:8.
Framangreint dæmi um kúgildið og verð þess talið og
raunverulegt gæti verið ábending um, að taka beri mjög
nákvæmt tillit til þess, hvort heimildir telja upphæð fríð-
virta, vöruvirta eða að peningatali, því e. t. v. þyrfti að
taka tillit til mismunandi verðstuðla í hinum ýmsu flokk-
um. Hins sama gætir í Búalögum, sbr. t. d. bls. 18.
Hækkun kúgildisins leiðir af sér hækkun á öllum ígild-
um þess, þ. e. lífsnauðsynjum. Vaðmál hækka og í verði.
Dæmið úr Miðsögu Guðmundar góða virðist geta
sýnt manni, að vaðmál hafi 1202 staðið mjög laglega af
sér gagnvart silfri í Suðureyjum, og er þá varla að ætla,
að staða þess hafi verið mjög miklu lakari hér.
Það er vert að höggva eftir því, að kúgildið sem hug-
lægt hugtak kemur þegar fyrir í Grágás, þar sem talað
er um, að menn vinni kúgildisskaða á fé manna eða mann-
virkjum og telst það illvirki og skóggangssök, Grg. I a
117, II 230 og einkum 497. Er sennilegast, að þar sé átt
við hundraðslag.
Breyting sú á gildi kúgildis, sem lögfest er með Jóns-
bók, Kp. 6 og 15, er of róttæk til þess, að hægt sé að hugsa
sér, að hún hafi verið gerð á einni nóttu. Alþingissam-
þykktin, sem Kp. 6 byggir á, er staðfesting á eldri venju.
Aðallinn er sá, að fullt tillit er tekið til verðfalls silfurs
og fjárhagskerfi manna þann veg leiðrétt. Silfureyrir var
orðinn of dýr, þar sem vaðmálin í raun og veru stóðu sama
og í stað innanlands vegna tengsla sinna við gull. Hundr-
að í kúgildareikningi er þá ígildi hundraðs í vörureikningi.
I megindráttum er þetta þá þróun fjárhagsmála 12. og
13. aldar, þótt hér hafi að sinni ekki verið gerð grein
fyrir öðru en nokkrum höfuðatriðum.