Saga - 1960, Blaðsíða 16
8
ÞORKELL JÓHANNESSON PRÓFESSOR
margs annars. Jón Aðils var fyrsti sagnfræðingurinn ís-
lenzki á 20. öld í eiginlegri merkingu þess orðs ásamt
Boga Melsteð. Hann var snjall rithöfundur og mikill
fyrirlesari, og honum tókst að vekja almennan áhuga
á sögu þjóðarinnar og gera hana að vísindagrein. Ein-
okunarverzlun Dana á Islandi er umfangsmesta og ræki-
legasta rannsókn, sem gerð hafði verið á einstökum þætti
Islandssögunnar. Við verðum að leita aftur á 18. öld til
þess að finna skyld verk, þótt þau séu ekki hliðstæð, t. d.
má nefna ritgerð Hannesar Finnssonar: Um mannfækk-
un af hallærum á Islandi; Islandssaga Jóns Aðils stenzt
ekki samanburð við kirkjusögu Finns Jónssonar; hún
er skyldari Árbókum Espólíns, en þó er hún eitt helzta
yfirlitsritið, sem við eigum enn í dag um sögu þjóðar-
innar, og hún er kennd víða í framhaldsskólum. Jón var
sagnfræðingur sjálfstæðisbaráttunnar á lokaskeiði; hann
naut þess, að íslendingar vildu fræðast um fortíð sína,
sækja til hennar rök í baráttumálum dagsins, en sum
rit hans gjalda einnig að nokkru hita baráttunnar, nema
ritið um einokunarverzlunina; fyrri hluti þess er með
beztu verkum, sem við eigum um íslenzka sagnfræði frá
síðustu öldum.
Páll Eggert Ólason er næsti afreksmaður í íslenzkri
sagnfræði, afkastamikill útgefandi heimilda og mikil-
virkur rithöfundur. Eftir hann liggur hvert stórvirkið
öðru meira; hann gaf út 12. til 15. bindi fornbréfasafns,
Bréfabók Guðbrands biskups og Codex Regíus af Grá-
gás; samdi Skrá yfir handrit í Landsbókasafni, mjög
mikið rit; Jón Sigurðsson (ævisögu) fimm bindi; ís-
lenzkar æviskrár fimm bindi; IV. og V. bindi af Sögu
íslendinga og VI. að hálfu á móti Þorkatli Jóhannessyni;
en eitthvert merkasta stórvirki hans eru Menn og menntir
siðskiptaaldarinnar á íslandi, fjögur bindi. Enn er ótal-
inn fjöldi annarra rita og ritgerða um margvísleg efni.
Páll Eggert var traustur fræðimaður, hamhleypa til verka
og ágætur rithöfundur, þegar honum tekst bezt upp, eins