Saga - 1960, Blaðsíða 149
Alitsgjörð og tillögur um stjórn íslands
141
greifa annars vegar og kosningalagafrumvarpsins hins
vegar.
Grundvallarlagaþingið lét stjórnarskrármálið mæta
afgangi fyrstu mánuði þingsins. Það var fyrst 21. des.,
að nefnd var kjörin til að fjalla um það. Nefndina skip-
uðu 17 menn, þar á meðal Brynjólfur Pétursson. Brynj-
ólfur var kjörinn í nefndina af þingmönnum Þjóðfrelsis-
flokksins. Þeir voru í meiri hluta í nefndinni, því að 9
nefndarmanna voru úr flokki þeirra. Þetta skapaði Is-
lendingum nokkuð sterka aðstöðu, sem þeir notuðu, þeg-
ar þörfin krafði eins og síðar kom fram.
Páll Melsteð var kallaður til Kaupmannahafnar til að
búa sig undir að vera konungsfulltrúi á næsta alþingi.
Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því, að hann legði fram
rökstudda álitsgerð um, hvaða mál skyldi leggja
fyrir næsta alþingi. Páll varð við þessum tilmælum og
sendi innanríkisráðherranum P. G. Bang álitsgerð, sem
er varðveitt í Þjóðskjalasafninu í skjalaböggli merktum
Forfatningssager. Þessi álitsgerð er dagsett 5. febr. 1849
og fylgir hér á eftir. Brynjólfur Pétursson fékk einnig
álitsgerð Páls Melsteds í hendur, því að til er í skjala-
böggli frá Jóni Sigurðssyni á Þjóðskjalasafninu, sem er
merktur J. S. Stjórnmál, verzlun, blaðagreinauppköst
1842—1874, eftirrit Jóns Sigurðssonar af nokkrum hluta
af athugasemdum Brynjólfs við greinargerð Páls Mel-
steds, sem Jóni hefur þótt mestur fengur í. Hins vegar
frumritið ekki komið í leitirnar, en ekki er ástæða
til að efa, að eftirrit Jóns sé gott svo langt sem það nær.
Brynjólfur hefur látið fylgja þessu bréf til Bangs, sem
er til í áður nefndum skjalaböggli merktum Forfatnings-
sager í frumriti. Það er einnig í eftirriti Jóns Sigurðs-
sonar. Bang hefur skrifað athugasemdir við bréf Brynj-
elfs á örkina, sem Brynjólfur hefur skrifað bréfið á, og
oma þær á eftir bréfinu. Álitsgerð Páls Melsteds og at-
lugasemdir Brynjólfs hafa einnig komið í hendur dóms-