Saga - 1960, Blaðsíða 46
38
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
Svipuð vitneskja náSist í öðrum löndum.
Það er náttúruvísindaregla að festa aldrei fullan trúnað
á uppgötvun, fyrr en hún er gerð af fleirum en upphafs-
manni eða staðfest, sem kallað er. Hliðstætt þessu mun
verða krafizt, að einhverjir aðrir en fáeinir íslendingar
um 1000 hafi dregið ályktunir vegna sjávarminja um
landris. Það mun aldrei hafa gerzt í Noregi né á Bret-
landseyjum, að ólærðir menn hafi fundið næg gögn eða
treyst sér til þeirra ályktana, enda minna en hér er um
auðþekkjanleg merki. Hvergi gekk sjórinn hærra en hér
og var atsúgsmikill í meyrum berglögum og gerði ný
lög úr þeim, skeljum stráð. Verk hans hafa ekki hjúpazt
skógi né máðst út við ræktun, og skeljasandslögin á landi
veðrast aftur ört, leggja hljóðlega jarðsöguleg skilaboð
að fótum fjármanna og vegfarenda.
Ef svo er, að evrópsk dæmi um slíka ályktun finnist
naumlega milli 476 og 1600, verður að bera saman við
náttúruskoðunaraðferðir Forngrikkja og ályktanir þeirra
um landris. Það er kostur, að engin lærdómstengsl geta
legið milli þeirra og Völuspár.
Xenophanes (um 566-488 f. Kr.), stofnandi Eleata-
skólans, þekkti sædýrasteingervinga á Möltu og eyjum
við Grikkland (Paros) og dró af því fyrstur manna, svo
vitað sé, að þær mundu hafa risið úr sjó. Seinna á 5.
öld leiddi Herodotos sagnaritari þá ályktun af egipzkum
skeljasteingervingum, að sjór hefði eitt sinn gengið yfir
land faraós.
Frá elztu steinöld höfðu slíkar minjar verið kunnar og
sótzt eftir ýmsum tegundum þeirra í skartgripi eða til
að fullnægja söfnunarástríðu. Höfuðskeljar og tann-
garðar stórra hryggdýra í gömlum jarðlögum vöktu
margvíslegar ímyndanir og þjóðsögur af ófreskjum, og
þær sögur bárust til norðlægra landa, sem fátt höfðu af
þvílíkum leifum nema hvalbein, en en nokkru meira um