Saga - 1960, Blaðsíða 49
GOÐMÖGN EÐA JARÐFPÆÐX .. .
41
hann í staðinn upp flóði, sem blóð Ýmis hefði valdið, er
hann var drepinn, og hefur sennilega ætlað því að skýra
sjávarminjar á landi.1' Engin átylla er í heiðnum kvæð-
um til styrktar þeirri sögn Snorra.
1 þversögn má komast svo að orði, að e. k. þröngsýni
Völuspárskálds, fólgin í sértekinni athugun á jarðsögu
smálands, leiddi til mikils skilnings, en víðsýni og lær-
dómur blindaði Snorra fyrir þeim skilningi. Dæmi um
þetta eru mjög mörg í almennri vísindasögu.
Tökum samt þversagnarsannindin með varúð og ekki
sem andlegt lögmál, — einkum ef menn skyldu álykta
út frá þessu um einangrunina sem menningarskilyrði ís-
lenzkra þjóðveldistíma. Lítum t. d. um öxl til Grikkja
og minnumst þess, að allir voru þeir ferðalangar miklir,
sem uppgötvanir munu hafa gert um stórbreytingar á af-
stöðu sævar og lands, og ekki dugði Herodotosi skemmri
för en til Egyptalands; hann hefði aldrei dirfzt að bera
fram raunvísindatilgátur um sín helgu heimafjöll.
Áherzla Völuspár á firnavíðáttu, hvort sem birtast val-
kyrjur vítt um komnar eða völvan horfir vítt og um
vítt um veröld hverja, er andlega skyld landkönnuðum
eða a. m. k. er hún svipt þeirri notalegu kennd þröngs
leiksviðs, sem yfirleitt einkennir hin goðakvæðin í Eddu
og allar þjóðsögur. Af þessu og öðru þykir trúlegt,, að
höfundur Völuspár hafi verið búinn að sjá nokkur lönd.
Það er sæförum nokkur reynsla að sjá land sitt sökkva
í mar, er þeir sigla burt, og enn meira að koma úr enda-
lausum hafgeim og sjá það rísa hægt úr svölum unnum
með blikandi fossa úr hlíð. Fjöll virðast sigin í sjó fram,
svamla í djúpi. „Nú eru fjöll á sæ sollin,“ kvað Grímur
Hjaltason í hvössu fyrir Hvarfi og mun eiga við slíld;.
Hgill Skallagrímsson rennir auga af knerri sínum um
eilítið kúptan hafbogann yzt undir himinbaugi og þykist
s-iá kolla eylanda eins og hnoðnaglar væru þar reknir
11 Gylfaginning, Sn.-E. 1848, I, 48.