Saga - 1960, Blaðsíða 62
54
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
nánari lýsing á hnignun fomu þinganna. Brottfall orð-
anna „þeira þriggja“ úr Lögrþ. á eftir „fjórðungi hverj-
um“ og rúmskortur, sem bannaði að skýra norðlenzku
skiptiregluna þarna, bætist upp í næstu málsgrein: „Ef
goðorð eru smæra deild, og skulu þeir svo til skipta, er
hlut hafa af fornum goöorðum, að svo sé nefnt, sem nú
er talið.“ Ef þessi aukaregla þykir ekki sem æskilegast
orðuð til að ná m. a. yfir fornu norðlenzku dómnefnu-
hlutkestin, felst það einungis í orðunum „er hlut hafa
af . . . goðorðum“, sem þverbrjóta þá 12. aldar reglu
(eflaust forna), að einn maður og eigi tveir, þótt báðir
eigi, skuli fara með goðorð hvert um vorþing, alþing
og leið (Grág. Ia, 141). Brot á þeirri reglu urðu hins
vegar nógu tíð hjá ofríkishöfðingjum 13. aldar til þess,
að eftir 1230 þurfti ekki að furða sig á þessum orðum
1 K.1) Heilli öld eldri en það eru þau varla.
Orðalagið að slíta þing mun vera eldra en að slíta
þingi, og því tákna slitin þing eydd þing, niður lögð.
Það mun þykja hart, að það var friðaröldin, sem mestu
réð um þessa þróun á íslandi. Aðvörun Þorgeirs áður að
Lögbergi rifjast upp:
„Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að
vér munum slíta og friðinn." — í stað þingstefnu kom
hjörstefna:
Fara hildingar
hjörstefnu til . . .
sleit fróðafrið,
1) Jón Jóhannesson, íslendlnga s. I, 1956, vlrðlst með Vllhjálml Finsen telja upp-
hafsorð Þingskapaþáttar vera tœmandi (og þess vegna fomléga) skilgreinlng á því,
hvað voru íull goðorð og íom, en botn hinnar umdelldu skllgreiningar: ,,þá voru
þing óslitln“ — muni vera ung skýringargrein, liklega frá 13. öld, þ. e. álika ungleg
og ummœlin I nœstu línu kapitulans um brotareikning á dómneínuréttl þeirra, er
hluta höföu af fomum goðorðum. — Með því aö ég tel oröin um goðorð ,,8mœra deild,“
ná auðveldlega yfir hin norölenzku á 12.—13. öld, er íáir menn fóru með goöorð, er ég
sammála Vilhjálmi og Jóni um, aö skilgreining kapítulans á goðorðum sé rétt og
út af íyrlr sig ólastanleg, — enda sé hún sýnilega relst á grunni núverandl Lögréttu-
þáttar, en gerö einíaldarl, er þlngstööum hafðl íœkkað.