Saga - 1960, Blaðsíða 70
62
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
Þótt fæstir héldu uppi ferjum yfir firði landsins eins og
Hrafn goði Sveinbjamarson, voru ferjur yfir helztu
vatnsföll og þá meir skipulagðar en áður. Norrænn siður
11. og 12. aldar var að gefa sálugjafir til sæluhúsa-
gerðar og til að brúa ár og vondar keldur á vegum. Á
Islandi hefur hann látið eftir sig bæði verksummerki og
fombréf. Tækni í bátasmíði og við járnun hesta var
aldrei góð hjá alþýðu lands og þó eflaust mun betri um
1200 en varð eftir fráfall sægarpa þeirra, sem land-
námi réðu og stunduðu landaleit í öndverðu. Eyðing 11.
og 12. aldar á kjarri, þar sem reiðgötur lágu,, hefur
greikkað för manna. Þannig má rökstyðja, að víða hafi
minnkandi samgöngutregða á landi átt þátt í því, er
menn færðu á 12. öld eða fyrr vorþing tveggja héraða
í einn stað og ætluðu hverjum goða yfirreið með sveinum
sínum um víðari héruð en ráðgert var í þingaskipun
Þórðar gellis
Ef val elztu þingstaða minnir á Gulaþingslög, gerir
fjórðungaskipting landsins það eigi síður, enda mun
hún eiga upptök í TJlfljótslögum um 930, þótt það væri
eigi fyrr en 963, sem sú skipan var gerð, sem fastréð fjórð-
ungamörk og tölu þingstaða og þeirra goða, sem að
hverju þingi skyldu hverfa (íslendingabók). Athugum
nánar.
Þó að flatarmál Gulaþingslaga sé minna en Islands,
var hringferð um þau engu fljótlegri. Strandlengja
þeirra austan frá Rygjarbiti suður um Agðir og norður
að Staði utan eyja og nesja var jöfn hálfri sjóleið kring-
um Island, en landmegin varð eigi komizt kringum lands-
hlutann nema gegnum Guðbrandsdal og Raumsdal og
var seinfarnara en á sjó. t öðru lagi er auðreiknað, að
gróið land á Ögðum var meira en í Sunnlendingafjórðungi
til Hvítár og eins meira á Hörðalandi en hvort sem væri
í Norðlendinga- eða Vestfirðingafjórðungi. Rygjafylki,
sem þar lá í milli, var eigi víðlent,, en svo fjölbýlt, að