Saga - 1960, Blaðsíða 57
GOÐORÐ FORN
49
Lögsögumannsþátt, Lögréttuþátt og Arfaþátt í þeirri röð,
sem nú var talið, og frumgerð þeirra hefur eflaust verið
í Hafliðaskrá, sennilega í sömu röð. f Konungsbók (K.)
er hinu fyrnskulega Baugatali skotið inn sem viðauka
við Vígslóða, því að það varðar hann efnislega, og skal
ósagt látið, hvort það kom til ritunar á Hafliða dögum.
En tilkoma þess rauf ekki bókarsamhengi Hafliðaskrár
og varður því mig hér litlu. Athugaverðara er, að Þing-
skapaþáttur skuli ekki fylgja fast eftir Lögréttuþætti í
K, heldur er hann þar hnýttur aftan í upphafsþáttinn,
Kristinna laga þátt, sem var ekki til í elztu Hafliðaskrá
ef að líkum lætur (lögfestur á síðustu árum Hafliða).
Vantaði í hana Þingskapaþáttinn?
Við vitum það ekki, og Staðarhólsbók, sem vantar
marga þætti og tengir einungis Landabrigðisþátt 1 mjög
teygðri unglegri mynd aftan í Vígslóða, getur enga vís-
bending veitt um Hafliðaskrárefni. En sá Þingskapa-
þáttur, sem kann að hafa verið skráður að Hafliða, hlaut
að vera nærri eins stuttorður og Lögréttu- og Lögsögu-
mannsþættir í K eru (sem þó eru ekki breytinga- og við-
aukalausir), en nú er hann þrettán sinnum lengri en
þeir samlagðir og eftir því fjölorður um aukaatriði. Af
þessu og fleira má ráða, að núverandi Þingskapaþáttur
muni vera harla ótrygg heimild um lögin 1118, en þeim
mun fróðlegri, ef kannaður yrði, um bóklega þróun laga
eftir það og til miðrar 13. aldar, er K. var rituð.
Þegar dæmt er um skipun alþingis um 1118, verður að
taka hvert orð Lögsögumanns- og Lögréttuþáttar í alvöru
°g gera ráð fyrir, að þeir séu hvergi andstæðir Hafliða-
skrá og hvergi stórum auknir, en ákvæði Þingskapaþátta-
þáttar má (samkv. Grág. Ia, 213) þá og því aðeins hafa
fyrir lög er þau mæla eigi í gegn hinum þáttunum.
Saga — 4