Saga - 1960, Blaðsíða 109
GORIES PEERSE
101
lendum rithöfundum. Ljóst er af formála Guðbrands
biskups fyi’ir Brevis Commentarius, að bókin er sprottin
af áhuga á að berjast gegn margs konar rangfærslum
og niðrandi ummælum, sem óðu uppi um ísland í landfræði-
ritum samtímamanna. Síðast slíkra rita var þýzkt níðrit,
kvæði, sem biskup telur hvorki þess virði að nefna með
nafni né geta höfundar þess; vér munum sjá, að það
verk, sem hér um ræðir, er lágþýzkt kvæði Goriesar
Peerses, Van Ysslandt. Þetta kvæði varð til þess, að
biskup bauð hinum unga rektor sínum að semja varnar-
rit gegn röngum fullyrðingum erlendra höfunda".
Hér þarf ekki frekari vitnaleiðslur. Gories Peerse varð
til þess að ýta Arngrími Jónssyni út á ritvöllinn; með
kvæði sínu stofnaði hann til ritdeilu, sem varð okkur
íslendingum til mikils ávinnings.
Hér er hvorki ætlun að rekja efni hins þýzka kvæðis
né kryfja sannleiksgildi þess. Það er til í sæmilegri þýð-
ingu Guðbrands Jónssonar í bókinni: Glöggt er gests
augað, Reykjavík 1946. Þar er gerð nokkur grein fyrir
varðveizlu þess og höfundi, en sá Göries Peerse, sem Guð-
brandur getur, hefur sennilega verið sonur höfundar
kvæðisins. Jakob Benediktsson hefur hins vegar gert
rækilega grein fyrir viðbrögðum Arngríms lærða og
þeirra Hólamanna við reyfarafrásögnum Hamborgarans
í bók sinni um Arngrím og skýringum við rit hans.
Fyrir stríð og e. t. v. enn í dag var eintak af kvæði
Peerses varðveitt í ríkisbókasafninu í Berlín, og er það
eina eintakið, sem mönnum er kunnugt. Það er áttblöð-
ungur í litlu 8° og ber titilinn: „Van Ysslandt, Wat vor
Egenschop. wunder vnd ardt des Volckes, der Deertte,
Veogel vnd Vische, darseuluest gefunden werden. — Ge-
schreuen deorch einen gebaren Ysslander, vnd deorch de
yennen, so Jearlikes yn Ysslandt handeln, yn den Dreuck
v°rferdiget“. (Um ísland, eiginleika, undur og eðli þeirr-
ai þjóðar, dýra, fugla og fiska, sem þar finnast; ritað
a±' innfæddum fslendingi og komið á prent fyrir atbeina
flmtsbókasafniö
á J-lhureyri