Saga - 1960, Blaðsíða 146
ÁLITSGJÖRÐ OG TILLÖGUR UM STJÓRN ÍSLANDS
138
stjórn á Islandi, og ritgerðin markaði stefnuna í þeirri
baráttu.
Fyrir tilmæli Jóns Sigurðssonar beittu þeir Hannes
Stephensen og Jón Guðmundsson sér fyrir því, að haldnir
yrðu fundir um þetta mál. Fyrst var haldinn fundur í
Reykjavík 11. júlí og konungi sent ávarp þess efnis, að
fslendingar fengju sjálfir að velja 4 af þeim 5 fulltrú-
um, sem skyldu eiga sæti á Grundvallarlagaþinginu. Það
var einnig að ráðum Jóns Sigurðssonar, að bænarskrár
voru samdar og sendar til konungs, þar sem óskað var
eftir, að engin ákvörðun yrði tekin um stjómarfyrirkomu-
lag íslands, fyrr en stjórnarlög þess hefðu verið rædd af
þjóðkjörnum þingmönnum á samkomu í landinu sjálfu.
Undir þessar bænarskrár skrifaði um hálft þriðja þúsund
manns. Síðast en ekki sízt var svo efnt til fundar á
Þingvöllum fyrir forgöngu Jóns Guðmundssonar. Fund-
armenn voru aðeins 19 og ályktanir fundarins hnigu mjög
í sömu átt og bænarskrárnar. S.tiftamtmaðurinn yfir fs-
landi var Mathias Hans Rosenörn. Það kom í hans hlut
að gera stjórninni grein fyrir þessum málum. Svo hafa
ýmsir talið, að greinargerð Rosenöms hafi mestu valdið um
afstöðu konungs gagnvart bænarskránum og fundasam-
þykktunum, en hitt mun satt, að bænarskrámar og sam-
þykktir Þingvallafundarins hafi verið löngu komnar í hend-
ur stjórnarinnar, áður en konungsbréfið 23. sept. var birt,
svo að ekki er honum einum að þakka fyrir þær undir-
tektir, sem urðu hjá stjórninni. í „Statsraadets Forhandl-
inger“ er frá því greint,. að Bardenfleth dómsmálaráð-
herra hafi lesið upp bænarskrá (Andragende) frá nokkr-
um íslendingum, um að þeir mættu sjálfir kjósa fulltrúa
þá, sem taka skyldi sæti á Ríkisdeginum, (Statsr. Forh.
1, bls. 426.) og forsætisráðherrann Moltke vék aftur
að þessu á fundi 30. ágúst sama ár (Statsr. Forh. I, bls.
430.) Hér mun átt við bænarskrána frá fundinum í Reykja-
vík 11. júlí 1848. Hins vegar er hvergi ge.tið um bænar-
skrána né samþykktir Þingvallafundarins, en það ber að