Saga - 1960, Blaðsíða 87
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
79
Séu fjögra álna aurar notaðir, yrði andvirðið 1,4 úr eyri.
Af þessum möguleikum er einsætt að taka til athug-
unar uppsetninguna, er gefur 120 örtugi, því orðalagið
hundrað silfurs bendir eindregið til, að ákveðin eining
er notuð, og það eining, sem ber sérstakt heiti. 1/2 örtugur
ber ekki sérstakt heiti né 14 úr eyri.
Sé hundrað silfurs 120 örtugir brennds silfurs, yrðu
niðgjöld 16 kúgildi eða 20 eftir því, hvort kúgildið væri
2.5 eða 2 aurar silfurs, svo sem nú skal sýnt.
Sé silfureyrir brenndur 48 álnir (gengi 1:8), þá er
kúgildið 120 álnir, sé það talið 2.5 aurar silfurs. 120 ör-
tugir= 120X48:3 álnir, eða 16 kúgildi. Sé kúgildið 2
aurar, gera 120 örtugir 20 kúgildi.
Sömu kúgildatölur koma auðvitað út við gengi brennds
silfurs, sem er miðað við ofangreind silfurandvirði kýr-
innar.
Á þenna veg er hægt að skýra sameiginlegan texta Kon-
ungsbókar og 624.
Það ber að taka fram, að gengið á silfri er samkvæmt
ofangreindri skilgreiningu, miðaðri við 3 álna aura, 1:2.
Þetta segir einungis, að höfundur klausunnar álítur, að
eyrir brennds silfurs hafi hækkað 100% í verði miðað
við vaðmálseyri sex álna frá þeim tíma, er þeir voru
jafnvirði, sem vel hefur getað verið fyrir Islands byggð.
En skilgreiningin segir ekkert um gæði silfursins, held-
ur gerir hún ráð fyrir gjaldgengu silfri á vog.
Kórvillan hjá höfundinum er hins vegar sú, að hann
reiknar hundraðið í örtugum í stað aura og fær því út
V3 af því, sem hann ætlar að sýna, þ. e. að eyrir silfurs
er 36 álna, þ. e. veginn eyrir, en ekki talinn.
Nú er það engan veginn víst, að heimild þessi sé óyggj-
audi um gengið um árið 1000. Samt má færa miklar lík-
uy fyrir því, að hún muni vera rétt, er ofangreind leið-
rétting hefur verið gerð. 1 ákvæðunum um landaura, DI
bls. 65 áfr., segir, að þá skuli gjalda með 6 feldum