Saga - 1960, Blaðsíða 125
RITKREGNIR
117
margir landnámsmenn allt sunnan af írlandi, eins og kunnugt er.
Annars er skemmst frá því að segja, að landnemar hafa aldrei
flutt með sér siði og hætti heimalandsins og gróðursett þá í fram-
andi umhverfi breytingalaust eins og jarðepli eða illgresi. Útflytj-
endur yfirgefa ávallt föðurland sitt af einhverjum orsökum; þeir
eru venjulega í andstöðu við eitthvað í heimalandi sínu, leggja á
nýjar leiðir og taka upp nýja siði.
Þeir félagar fullyrða, að öll skáld hafi flutzt úr Noregi til ís-
lands á landnámsöld. Þetta er auðvitað firra, eins og Sigurður
Nordal hefur rakið í kaflanum um hirðskáldin í bók sinni íslenzkri
menningu. Á íslandi tíðkaðist ekki óðalsréttur; þetta er annað
aðalatriði, sem sanna á, að íslendingar séu ekki af norsku bergi
brotnir. Bandaríkin, Kanada og Ástralía eru að miklu leyti numin
frá Englandi, en aldrei er þess getið, að útflytjendur hafi flutt
með sér enska jarlakerfið til nýbyggðanna handan hafsins; þó
dettur engum í hug að halda því fram, að enskir landnemar hafi
verið einhver brezk leyndarþjóð, sem fólgizt hafi í nokkrar aldir
á annesjum, unz hún skauzt á skipsfjöl og forðaði sér til framandi
landa. ísland var eyðieyja, þegar landnámsmenn komu hingað;
þess vegna er það eðlilegt, að viðhorf þeirra til jarðeigna og land-
rýmis yrði hér með öðrum hætti en í fullsetnum löndum.
„Það finnst enginn vottur í heimildum um goða og goðorð í
Noregi, eftir að ísland byggðist. Mætti furðulegt teljast og raunar
óhugsandi, að hér væri um algjörlega íslenzka nýjung að ræða“,
segir Skúli. Hér slær Skúli þó þann varnagla, að goða og goðorða
verði ekki vart í Noregi, eftir að fsland byggðist, en heimildir okk-
ar um byggðarsögu landsins fyrir þann tíma eru mjög í molum.
Hér er enginn kostur að rekja upphaf goðavaldsins á íslandi, enda
er það marggert, síðast af Jóni Jóhannessyni í fyrra bindi íslend-
inga sögu hans. Hér á landi hófust í árdaga sérkennilegir eða sér-
stakir stjórnarhættir, af því að hér voru allt aðrar aðstæður en
annars staðar. Stjórnarhættir allra landa utan íslands á miðöldum
voru að miklu leyti mótaðir af þörfum hermennsku og landvarna;
Þar sátu að völdum ríkisstjórnir, sem studdust við hervald, en hér
var engin þörf á landvörnum fyrr en á 15. öld, því að ógjörlegt
var að sigla miklu skipaliði yfir hafið. íslendingar voru þeir ham-
ln8'juhrólfar að lenda utan griplengdar erlendra hervelda fyrstu
aldir landsbyggðarinnar; hér var því engin þörf á ríkisher og her-
stjórn, þess vegna hlutu stjórnarhættir á íslandi að verða allt
aórir en annars staðar tíðkuðust, en þar með ber okkur einnig að
^víj að menning íslendinga hlaut að taka aðra stefnu, þroskast
a annan hátt en í herveldunum. Ef vel er að gáð og málin krufin
a blutlægan hátt, kemur í ljós, að sérkenni íslenzkrar menningar