Saga - 1960, Blaðsíða 117
GORIES PEERSE
109
Gorries Peerse gefið“, og auk þess: „Skipherrann Gor-
ries Perse“. Er þetta eflaust þessi maður, og hefur hann
eftir því verið Hamborgari og útgerðarmaður, skipherra
og kaupmaður í Islandsferðum og verið á lífi 1586 og
þá naumast yngi en sextugur, en frekar eldri“.
Síðastliðið ár dvaldist ég í Þýzkalandi, löngum í Ham-
borg, og rannsakaði þá skjöl íslandsfarafélagsins í ríkis-
skjalasafni borgarinnar. í bók nr. 20 í Archiv des See-
fahrer Armenhauses, 535 blöð bundin í skinn, hef ég
fundið Gories Peerse getið sem hér segir:
1547: Skip Peters Eggers; á því eru 10 menn, m. a. Gre-
goríus Peers. Menn gefa þar frá 3—20 fiska til
fátækrahússins, nema G. P. lætur ekkert af mörk-
um.
1548: Skip Jurgen vam Hagen; á því eru 52 menn, siglir
á Hafnarfjörð. Á því eru 13 kaupmenn, m. a. Gre-
gorius Persz, og greiðir hann nú bæði fátækra-
hjálp og til kirkjunnar í firðinum.
1549: Sama skip (J. H.). Þar er Gorger Perse meðal
kaupmanna og sveina þeirra, en geldur ekkert til
guðsþakka.
1550: Sama skip; áhöfn 61 maður, m. a. Gorges Peers
og greiðir 15 fiska.
1551: Sama skip; skipverjar 62, m. a. Gores Perszen og
greiðir 15 fiska.
1552: Skip Cordt Harwedenn; áhöfn 56 menn, siglir á
Haneforde. Annar maður meðal kaupmanna er
Gregorius Persen og gefur 15 fiska.
1553: Sama skip; áhöfn 77 menn, m. a. Gregorius Pert-
zen og greiðir 15 fiska.
1554: Sama skip í Haneforde; áhöfn 57 menn, m. a. Gre-
gorius Perzen og greiðir 20 fiska.
1555: Skip Hermanns Struckmeigers; áhöfn 59 menn;
meðal kaupmanna og sveina þeirra er Gregorius
Pertzenn og gefur 20 fiska.