Saga - 1960, Blaðsíða 102
94
ÍSLAND ERLENDIS
verið ályktun ritara og ekki upphafleg. Nafnið Regin-
preht er svo algengt, að ógjörlegt mun að þekkja íslands-
farann á nafninu einu í þýzkri prestastétt 11. aldar, en
í íslenzkum heimildum er hans að engu getið. f þýzkum
heimildum 11. aldar og frá fyrri hluta þeirrar 12. er
getið um einn biskup, Reginbrecht að nafni, og situr sá
í Aldinborg í Holtsetalandi (Wagriu), en er talinn aust-
frankverskur að uppruna, var ábóti í Walbek í Neðra-
Saxlandi, en settur biskup af Ottó III. um 992, d. um
1014. Heldur er ósennilegt, að þessi biskup hafi komizt
til íslands án þess að vera getið rækilega í öðrum heim-
ildum. Hefði hann verið ævintýramaður á yngri árum
og lagt þá leið sína til fslands, ætti hans að vera getið
hér sem kristniboða, ef eitthvað hefði að honum kveðið.
Adam frá Brimum getur Reginberts, sem Knútur ríki
(1017—1035) hafði með sér frá Englandi og setti biskup
á Fjóni, en sá mun hafa haft öðru að sinna en íslands-
ferðum.
Þótt vonlaust sé að fullyrða, hver Reginpreht phaffo
var meðal háþýzkra klerka, þá gæti verið að biskupa-
deilan gæfi nokkra vísbendingu um aldur kvæðisins. Al-
mennt munu fræðimenn hallast að því, að hér sé um að
ræða deilu, sem kom upp í Wúrzburg um 1085, en þá skipti
Hinrik keisari IV. þar um biskupa. Málfar kvæðisins er
einnig talið benda til síðari hluta 11. aldar. — Er það
því talið ort um 1090. Það er álitið yngra en Hamborgar-
historía Adams frá Brimum, og samanburður sýnir, að
Merigarto hefur þegið sumt frá Brimalderkinum. Isi-
dorus segir, að handan eyjarinnar Thyle sé engin dags-
birta, en af þeim sökum sé sjór þar hreyfingarlítill og
frosinn. Adam frá Brimum telur þar enga nótt um sumar-
sólstöður. Hann segir, að eyjan kallist nú ísland, sökum
þess að þar liggi ís á hafinu, og verður hann þar svo
svartur og þurr af elli, að hann brennur. Slíkar frásagnir
hefur höfundur Merigartos heyi*t eða lesið, en varla eiga
þær rætur að rekja til hins sannferðuga Reginprehts. önn-