Saga - 1960, Blaðsíða 147
ÁLITSGJÖRÐ OG TILLÖGUR UM STJÓRN ÍSLANDS
139
hafa í huga, að mál íslands voru sjaldan höfð í fyrirrúmi,
svo að það er engin sönnun gegn því, að þær hafi ekki getað
verið komnar í hendur stjórnarinnar, þó að þær yrðu
ekki til umræðu í ríkisráðinu (Statsraadet). Þann 20.
sept. bar þessi mál enn á góma í ríkisráðinu; þegar
dómsmálaráðherrann Bardenfleth las upp frumvarpið að
grundvallarlögunum, var þessi grein m. a. í viðbætinum:
„De Grundlovsbestemmelser, som med Hensyn til Slesvigs
og Islands særegne Forhold skulle anordne disse Lands-
deles forfatningsmæssige Stilling i Riget, skulde först
vedtages, efterat Slesvigere og Islændere derom ere
horte."
Hér er ísland í fyrsta sinni dregið í dilk með Slésvík,
og það er ljóst af framhaldinu, að það var Slésvíkurstyrj-
öldin, sem hafði gert stjórnina deiga í að ákveða nokkuð
um málefni íslands, engu síður en bænarskrár og fundar-
samþykktir, þó að þær kæmu á heillastund, eins og allt
var í pottinn búið. 23. sept. 1848 var svo konungsbréfið
birt, þar sem Islendingum var heitið, að ekki skyldi verða
að fullu gerðar samþykktir um réttarstöðu þessa lands-
hluta í ríkinu,. fyrr en leitað hefði verið álits íslendinga
á eigin fundi í landinu. Þetta atriði í konungsbréfinu
leiddi greinilega af bænarskrá Þingvallafundarins, enda
segir í grein í Þjóðólfi 29. nóv. 1870, að svo hafi verið.
Greinin heitir: „Stjómarstöðufrumvarp Kriegers og
stjórnmál Islendinga eftir Alþingið.“ Hún er ekki skrifuð
undir nafni, en er að öllum líkindum eftir Jón Guðmunds-
son, sem var öllum þessum hnútum kunnugur.
Sama dag og konungur gaf út þetta bréf, var einnig
birt bréf um, að Páll MeJsteð skyldi vera konungsfulltrúi
á næsta alþingi. Hann bjóst þegar til ferðar til að búa
sig undir hið nýja starf .
1 grein í Nýjum félagsritum 1849 bls. 44-45 segir Jón
Sigurðsson frá, hversu þeir fimmenningarnir, sem kon-
ungur hafði kvatt til setu á grundvallarlagaþinginu,
hugðust fara að. Svo er að sjá, sem þeir hafi jafnvel