Saga - 1960, Blaðsíða 29
„UM HAF INNAN"
21
kringlu heimsins frá Grænalandi nema hafi'ö mikla, þaö
er umhverfis rennur heiminn. Og þaö mæla menn, þeir sem
fróöir eru, að þaö sund skerist í hjá Grænalandi, er hiö
tóma haf steypist inn í landaklofa, og síöan skiptist þaö
meö fjöröum og hafsbotnum allra landa millum, þar sem
þaö nær aö renna inn í kringlu heimsins“d)
Fyrr í bókinni hefur höfundurinn rætt um, hvort Græn-
land muni vera eyland eða meginland. Telur hann það al-
menna skoðun, að það sé heldur meginland, og hallast að
því sjálfur. Færir hann til þess þau rök, að þar sé fjöldi
dýra, s. s. hérar, vargar og hreindýr, sem enginn maður
hafi flutt þangað og gæti ekki verið þar upprunnin.
Eftir því hefur hann hugsað sér, að Grænland væri
skagi norður úr austanverðri Evrópu, með því að sund
var hinum megin. Og hélzt sú skoðun lengi síðan.
Því miður greinir höf. ekki nánar, hvar við Grænland
sund það sé, sem hann talar um. Þá hefur hann hugsað sér,
að land eða lönd væru hinum megin við sundið, þótt hann
geti þess hvergi,, enda er sýnilegt af frásögninni, að hann
telur landahring vera umhverfis norðurhluta Atlanzhafs að
meira eða minna leyti — eða landaklofa, eins og hann
orðar það.
Nú höfum vér séð, að lærðir menn í Noregi á 12.—13.
öld hafa aðhyllzt svipaða skoðun um landaskipun sem
höfundur landalýsingarinnar. En þá er eftir að athuga
^injar hennar í íslenzkum ritum frá þessu tímabili. Þær
eru mjög lítilfjörlegar, en þó sæmilega greinilegar í tveim
i’itum, Eiriks sögu rauöa og Landnámabók Sturlu Þóröar-
sonar.
I Landnámabók Sturlu vottar á einum stað fyrir landa-
skipunarmynd landalýsingarinnar. Þar segir, að frá
Langanesi á norðanverðu Islandi sé „fjögurra dægra haf
noröur til Svalbaröa í hafsbotn.“ Orðið hafsbotn sýnir,
1) Konungsskuggsjá 1920, 79.