Saga - 1960, Blaðsíða 60
52
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
1100. I ættum þeirra hjóna voru tíðindin upp úr 963
afdrifarík; ósennilegt, að Ara þætti nokkur heimildarmað-
ur þessu nákomnari en Úlfhéðinn. Heimildir Ara og Lög-
réttuþáttar höfum við fyrir satt um skipanina 963.
Að þessum ályktunum fengnum er mér orðið það Ijóst,
að Björn M. Ólsen hefur haft allra nútíðarmanna rétt-
astan skilning á fornri alþingisskipun og á eðli norð-
lenzku goðorðanna tólf.11 En lengi voru þar mörg atriði
umdeild og eins fyrir því, þótt þrír næstu fastir prófess-
orar á sögukennarastóli háskólans stæðu nærri skoðun-
um hans. Barði Guðmundsson, settur prófessor í sögu
1930, hreyfði mótmælum við stúdenta, sem hann kenndi,
og skírskotaði til ritdeilu Finns Jónssonar gegn Birni
(m. a. í Eimreiðinni 1901); og í Skímisgrein 1937:
Goðorð forn og ný — birti Barði skoðun sína og þá í
nokkru hugmyndakerfisformi. Skulu henni gerð skil í
lok greinar sem afmörkuðum skýringarmöguleika.
Forráðsgoðorð Norðlendinga voru tólf (Lögrþ.), og í
lögréttu „skal þvi einn maður þaðan sitja fyrir forráðs-
goðorð, að þeir goðar vildu allir setið hafa“ (ungt innskot
í Hænsa-Þórissögu, glötuð orð næst á undan þessum orð-
um þar) Fyrir hvert þing annarstaðar á Islandi skyldu
sitja goðar þess þrír og fjórði maður, sem þeir tóku með
sér á miðpall. Vöntun hins fjórða manns fyrir hvert norð-
lenzku þinganna orðar Lögrþ. svo, að goðorð þeirra öll
séu fjórðungi skert að þessu leyti.
í hverjum fjórðungsdómi sátu 36 dómendur ( = 144
alls), og skyldi vera jöfn dómnefna úr hverjum fjórð-
ungi. Hver goði í þrem fjórðungum lands nefndi mann
í hvem dóm, og hefur átt að tryggja þannig, að dómendur
yrðu sem hlutlausastir gagnvart sakaraðilum og hindra,
að sín réttarvenjan eða lögin giltu í hverjum fjórðungi.
Nú skyldu 12 norðlenzkir goðar bæta 9 dómendum í hvem
1) Andvarl 1901, 145—49. Sbr. K. Maurer: Dle Ouellenzeugnlsse, 1869, elnkum bls. 81.