Saga - 1960, Blaðsíða 53
ATHUGASEMD UM NAFNIÐ BRETLAND
45
í Suðvestur-Skotlandi) árið 870, og árið eftir komu
þeir frá Skotlandi til Dyflinnar með tvö hundruð skip
og höfðu með sér fjölda af Englum, Bretum og Péttum,
sem þeir höfðu hneppt í þrældóm. Heimskringlu og hinum
írsku annálum ber hér saman um, að víkingar herjuðu á
írland, brezka konungsríkið í Suðvestur-Skotlandi (Bret-
land) og Skotland um svipað leyti. Irsku annálamir sýna
það ljóslega, að víkingar herjuðu oft með litlu millibili á
Skotland og Irland, en hins er ekki getið í þeim, svo að
ég minnist, að víkingar hafi komið frá Wales til írlands.
Getur naumast hjá því farið, að atburðimir, sem lýst
er í írsku annálunum við árið 870,. séu hinir sömu
og vikið er að í Heimskringlu, þótt málum sé þar mjög
blandað.
Um Eirík blóðöx segir í Heimskringlu: „Þá fór hann
jafnan í hernað á sumrum, herjaði á Skotland og Suð-
ureyjar, Irland og Bretland og aflaði sér svo fjár.“
Hér eins og víðar virðist Bretland merkja hið
brezka konungsríki í Suðvestur-Skotlandi. Hemað-
ur Eiríks virðist með öðrum orðum hafa átt sér stað
í Suðureyjum, írlandi og Skotlandi, en hann hefur
ekki herjað á land það, sem nú heitir Wales. Þetta sést
bezt á því, sem síðar segir í sama kafla Heimskringlu
um Eirík: „Síðan fór hann til Bretlands og herjaði þar.
Eftir það sigldi hann suSur undir England og herjaði þar
sem í öðrum stöðum.“ Síðan segir frá því, að Eiríkur
gekk langt upp á land og barðist við enska menn og féll
þar. Þetta kemur heim við enskar heimildir,, sem telja,
að Eiríkur hafi fallið í Westmoreland. Áttatáknanir
uiyndu eiga harla illa við, ef Bretland merkti Wales,
en allt fellur í ljúfa löð, ef það merkir brezka konungs-
ríkið í Suðvestur-Skotlandi.
Að lokum segir í Heimskringlu frá hernaði Ólafs
Tryggvasonar. Hann fer fyrst til Englands, síðan norður
til Norðimbralands, þaðan norður til Skotlands og síðan