Saga - 1960, Blaðsíða 92
84
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
mörk til þess að gera sér sjálfum og öðrum skiljanlegt
silfurandvirðið. Það ætti að vera ábending um það, að
helmingssilfur um árið 1000 er ekki meining höfundarins,
heldur skírt og gjaldgengt silfur. — Sem sé, dæminu er
algerlega snúið við, að því er snertir silfurgildi. — En
þá gæti einhver bent á, að samkvæmt því væri mörk
brennds silfurs sama og 2 hálfgildingsmerkur taldar. Það
er rétt á 12. öld, en þegar kemur fram um 1200 og á 13.
öld, verður ört verðfall á silfri og hefur hér á landi þær
afleiðingar, að kúgildið er sett endanlega í 120 álnir, en
eyrir brennds silfurs í 37 álnir. Og þarf þá 3i/3 eyri silf-
urs brennds til að leysa kúgildið; hækkun úr 2 aurum,
sem nemur Sé hins vegar miðað við 2.5 aura,
er hækkunin 33Vs%. Verðhlutfall þetta komst á um miðja
13. öld. Gengi silfurs er samtímis leiðrétt. Á þjóðveld-
isöld var eyrir gulls ígildi 8 aura silfurs, en 360 álna
vaðmáls, en nú þarf 10 aura silfurs á móti eyri gulls,
en gull gagnvart vaðmáli stendur óbreytt. Gengisbreyt-
ing þessi gerði að verkum, að kúgildis- og vörureikningur
vaðmála komst a pari, þannig að hundrað í öðru eða kúgildi,
samsvaraði 20 sex álna aurum í hinu eða hundraði, en
lækkunin birtist og í hinu talda markatali, svo að 2 merk-
ur taldar hækkuðu í 3, og ætti það að hafa gerzt nokkru
fyrr, um og upp úr 1200, sé brotið 1% tekið nákvæmt,
því rétt tala væri iy2; þ- e. hækkun, sem nemur 50%.
Niðurstaða er þá sú, að hundrað silfurs er 120 taldra
aura silfurs eða 120 örtugir brennds silfurs á vog, en í
kúgildum 20. Kemur þetta merkilega heim við staðreyndir
heimilda þeirra, sem Einar Arnórsson leggur fram í rit-
gerð sinni NiSgjöld—Manngjöld, frá Jónsbókartímabilinu,
sem staðhæfa, að manngjöld eru þá talin 20 hundruð, þ. e.
20 kúgildi, og vegna ákvæða lögbókarinnar hlaut þetta
að byggjast á hefð aldagamalli.
En tekið skal fram, að opinber gjöld öll og innlent