Saga - 1960, Blaðsíða 137
RITFREGNIR
129
begg'ja á allan hátt fléttuð saman og nú um aldar skeið höfum við
fetað eftir getu \ spor Norðmanna í sjálfstæðismálum og flestum
atvinnugreinum. í öðru lagi eiga báðar þjóðir undir sjósókn (og
siglingum sjávar og lofts) framavon sína og gjaldeyrisöflun á
20. öld, og er það ekki nema eðlilegt framhald af sæförum þeirra
á 10.—13. öld. f þriðja lagi hafa sama ætterni, sömu þjóðfélags-
skoðanir og keimlíkar söguskoðanir fléttazt í óslítanlega taug milli
landanna. Talsvert ríkur er ávani okkar hér að andæfa fljótt hverju
atriði, sem við samþykkjum ekki í norskum ummælum, en í mesta
lagi hlæja kærulaust að stórum verra blaðri, ef það birtist hjá stór-
þjóð. Á því sést vel, hvemig litli bróðir á gelgjuskeiði lítur til
stærri bróður, Norðmannsins. Áður hötuðust báðar þjóðir og einnig
Pinnar við þá staðreynd, að þessi Norðurlöndin stóðu um aldir í
skugga Dana eða Svía, auk þess að missa úr landi verzlunararð
sinn, handrit sín og raunar allt sjálfstraust sitt. Þjóð, sem er að
drepa sig úr slíkum dróma, megnar það ekki, nema hún nái sáttum
við fortíð sjálfrar sín með sögurannsóknum, og það hefur Norðmönn-
um heppnazt, hvað sem fslendinga skortir á. Ekki væri furða, þótt
uhugi manna hér á norskum bókum sem þessum tveim yrði hinn
sami og ef þær væru íslenzkar.
Norsk historieforskwing er hraðfara yfirlitsrit, sem veitir örugga
°S sundurliðaða fræðslu um rannsóknarstörf og söguviðhorf fræði-
manna síðan 1814 og a. n. 1. allt frá Þormóði Torfasyni og Árna
Magnússyni til prófessora þeirra, sem hæst bar um 1930. Með
Keyser og P. A. Munch opnast vítt sjónarsvið, en eftir að Historisk
tidsskrift Norðmanna hófst, 1870, og þorri heimilda komst á prent
smám saman, urðu tökin á viðfangsefnum fastari, enda unnu þá
a sögu margir norskir hæfileikamenn.
Eitt af sjónarmiðum Dahls er það, að hann setur söguskoðun
vers fræðimanns í samband við þjóðmálaskoðanir hans. Eigi hef
?^unnugleik á, en mér sýnist hann halda jafnan einurð sinni og
?...Utc|fæen* í þeirri meðferð, og ber eigi að lasta þetta djarfræði
° Un ai > a. m. k. alloft er það til skilningsauka. Nátengt þessu
a í ei eðli hins afstæða í sérhverju sögulegu mati. Sú vitneskja
ar engan að hrella, þótt hann sé neyddur til að játa það, að
sogu eg „staðreynd" hefur afstætt gildi miklu oftar en algilt. Meira
a segja hafa eðlisfræðilögmálin einkum afstætt gildi, og leita
^enn þeirra lögmála engu óákafar fyrir því. Þótt starf sagnfræð-
ngs sé ólíkt mennskari áhrifum háð en eðlisfræðingsins er og
rsa asamband verði t. d. að teljast söguleg staðreynd, ef það var
1 augum samtíðarmanna sinna, sem gerzt máttu vita, má ekki
^anmeta neina skilningsleit í sögu. Það þarf ekki að vera henn-
S° ’ ^útt ofan á grundvöll afstæðra eða misskilinna staðreynda
Saga — 9