Saga - 1960, Blaðsíða 19
1 MINNING HANS
11
hátta og örnefna. Árið 1928 hlaut hann 2000 kr. styrk
frá alþingi og Sáttmálasjóði til þess að rita hagsögu
Islendinga — sögulega lýsingu á atvinnuvegum, starfs-
háttum og fjárhögum þjóðar vorrar frá upphafi — eins
og hann greinir síðar frá sjálfur. Hann taldi sig þurfa
10—12 ár til þess að koma verkinu í einhverja höfn og
áleit nauðsynlegt að fara í leiðangur um landið, taldi
„að slík rannsóknarferð myndi eigi þýðingarminni fyrir
hagsögu landsins en ferðalög og rannsóknir náttúrufræð-
inga svo sem Þorvalds Thoroddsens á sinni tíð fyrir nátt-
úrufræði þess og jarðfræði". Þótt ritaðar heimildir um
sögu Islands á miðöldum væru að langmestu leyti út gefn-
ar um 1980, þá vissi Þorkell, að mikið magn heimilda
lá nær ókannað um gervallt ísland, en hann ætlaði sér
að rita sögu íslenzkra atvinnuvega „með stoð þeirra
heimilda, sem frekast er kostur á“. Árið 1930 skrifaði
hann ritgerð í Samvinnuna: Um rannsóknir í íslenzkri
atvinnu- og menningarsögu, — greinir þar frá menning-
arsögurannsóknum á Norðurlöndum og frá þjóðfræða-
söfnun. Hann hvetur íslendinga til þess að hefjast handa
um skipulega söfnun örnefna, sagna og leikja, skemmt-
ana, orða úr alþýðumáli og áhalda og alls konar tækja
og gripa, og rannsaka auk þess fornar byggingar og húsa-
skipun. Þar farast honum m. a. orð á þessa leið: „Þá er
ótalinn sá fróðleikur, sem örnefni veita um atvinnu og
starfsháttu þjóða og ýmislegt, er viðkemur daglegu lífi
manna. Sá fróðleikur er geysimikill og mjög nytsamur
öllum þeim, sem fást við að rannsaka og skýra hagsögu
og menningarsögu liðinna alda. Frá því sjónarmiði horft
verður landið og landslýður eitt“. — Menn höfðu fengizt
hér áður við örnefnarannsóknir og örnefnasöfnun eink-
um til þess að skýra og ,,sanna“ Islendingasögur. Þor-
kell er sá fyrsti mér vitanlega, sem sér hið almenna gildi
örnefnarannsókna fyrir þjóðarsöguna íslenzku. Sumarið
1929 dvaldist hann um skeið í Vest.mannaeyjum við rann-
sóknir á fornum atvinnuháttum og örnefnum, og birtust