Saga - 1960, Blaðsíða 17
í MINNING HANS
9
og í sumum köflunum í bókum hans um Jón Sigurðsson.
Þar er stíll hans svo myndauðugur og þróttmikill, að
sýnishorn myndu sóma sér vel í úrvali íslenzkra bók-
mennta.
Páll Eggert var sagnfræðingur persónusögunnar. Þjóð-
arsaga hans leysist að nokkru sundur í ævisöguþætti.
Enginn mælir því gegn, að ævir umsvifamikilla einstakl-
inga séu snarir þættir í þjóðarsögum, enda eru persónu-
sögur ávallt raktar að nokkru í heildarritum um sögu
ríkja og þjóða; ólíkar heimspekistefnur og stjórnmála-
skoðanir ráða þar litlu um. Forsagan, sem styðst við
fornminjarannsóknir eingöngu, er persónulaus að mestu,
en sú sagnfræði, sem sækir efni í ritaðar heimildir, fjall-
ar ávallt að nokkru um einstaklinga, lýsir athöfnum þeirra
og ævikjörum. En saga þjóðar er annað og meira en safn
æviágripa; hún er margslunginn vefur mannlegra at-
hafna, bregður upp heildarmyndum og rekur höfuðþætti
í lífi þess einstaklings, sem nefnist þjóð.
Það er fjarri mér að varpa nokkurri rýrð á þau þrek-
virki, sem Páll Eggert vann íslenzkri sagnfræði, þótt
mér virðist það staðreynd, að honum hafi ekki tekizt að
rekja örlagaþætti íslenzkrar þjóðarsögu til skapanorn-
anna, innlendra og erlendra, og slá úr þeim hinn marg-
slungna glitvefnað sögunnar. Rannsóknir á persónusögu
okkar eru allra þakka verðar, og við verðum að sinna
þeim af auknum áhuga, en persónusögur verða aldrei
heilsteypt þjóðarsaga hjá menningarríkjum 20. aldar.
Fyrir rúmum 10 árum hlýddi ég á fyrirlestra um hag-
sögu ofanverðra miðalda hjá prófessor einum í Lund-
únum. 1 inngangsfyrirlestrinum fjallaði hann um hag-
fræðikenningar og sagnfræðiritun og sagði þá m. a., að
hvaða skoðanir, sem menn kynnu að hafa á Karli Marx,
þá viðurkenndu allir, sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu,
að hann gerði hagsöguna að vísindagrein og snörum þætti
* sögu þjóðanna; eftir hans daga komast sagnfræðingar
ekki hjá að rekja sundur hið hagræna baksvið atburð-